fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Neyðarástand í Kólumbíu: „Við grátbiðjum um hjálp“

Á þriðja hundrað manns látnir – mikils fjölda er enn saknað

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. apríl 2017 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið minnta 254 eru látnir eftir hamfarirnar sem riðið hafa yfir í Kólumbíu. Fjöldi slasaðra er kominn upp í 400 og er mörg hundruð enn saknað, að því er fram kemur á vef BBC.

Herinn hjálpar til

Kólumbíski herinn og Rauði Krossinn hefa unnið sleitulaust við björgunarstörf í alla nótt, en aurskriðurnar sem féllu á föstudaginn hafa valdið mikilli eyðileggingu.
Herinn hefur sent um 1100 menn á vettvang sem leggja sitt af mörkum við að leita týndra og koma hinum slösuðu til bjargar.

Bílar, hús, fólk og byggingar - aurflóðið hrifsar til sín allt sem á vegi þess verður.
Það ægir öllu saman Bílar, hús, fólk og byggingar – aurflóðið hrifsar til sín allt sem á vegi þess verður.

Þyrlur hafa einnig verið nýttar til að hífa upp fólk sem orðið hefur innlyksa á heimilum sínum.

Mikill birgðaskortur er á svæðinu, en kólumbíski flugherinn hefur flogið með vistir til íbúa héraðsins jafnt og þétt. Vatn og lyf eru meðal þess sem verið er að koma til svæðisins.

„Hetjurnar okkar mun vera um kyrrt á vettvangi hamfaranna þar til neyðarástandið er liðið hjá,“ kemur fram í tilkynningu frá hernum, eftir því sem BBC greinir frá.

Straumurinn skolar fólki burt

Flóðið, sem hefur rutt sér farvegi í borginni Mocoa hrifsar til sín fólk og ber það burt með straumnum. Ofsaveður hefur síðan bæst við ofan allt annað, sem gerið það að verkum að straumurinn ber fólk heilu kílómetrana á brott.

Talið er að um þriðjungur þess regns sem vænta hefði mátt yfir allan mánuðinn, hafi fallið niður um föstudagsnóttina.

Þessi hermaður hefur komið litlu ungbarni til bjargar. Mikill fjöldi vinnur nú við björgunar- og leitarstörf - og sér kólumbíski flugherinn fólkinu fyrir vistum vegna birgðaskorts.
Með lítið barn Þessi hermaður hefur komið litlu ungbarni til bjargar. Mikill fjöldi vinnur nú við björgunar- og leitarstörf – og sér kólumbíski flugherinn fólkinu fyrir vistum vegna birgðaskorts.

„Við grátbiðjum um hjálp, áin náði okkur, hjálp!,“ segir í einu af hinum fjölmörgu símtölum sem neyðarlínunni í Putumayo-héraði hefur borist.

„Það kom ofsafenginn stormur, hann varð verulela slæmur,“ segir Mario Usale, íbúi á svæðinu. Hann var að leita að tengdaforeldrum sínum þegar stormurinn var sem verstur.

Mario Usale fann tengdamóður sína í tveggja kílómetra fjarlægð frá staðnum sem hún hvarf af. Hún hafði hlotið höfuðmeiðsli, en var með meðvitund. Tengdaföður Mario er enn saknað.

Ekki fyrsta aurflóðið

Í nóvember í fyrra týndu 9 manns lífi þegar aurskriða féll í bænum El Tambo. Flóðið átti sér einnig stað í kjölfar mikilla rigninga og mun hafa haft sambærilegar afleiðingar í för með sér, bara á miklu minni skala.

Þó ástandið í Mocoa sé vafalítið verst, hefur fjöldi skriðna einnig fallið í Perú, sem og í borginni El Tambo, 140 norðan af Mocoa. Manntjón þar var þó minniháttar í samanburði við hamfarirnar sem nú ganga yfir.
Aurskriður hafa fallið víða Þó ástandið í Mocoa sé vafalítið verst, hefur fjöldi skriðna einnig fallið í Perú, sem og í borginni El Tambo, 140 norðan af Mocoa. Manntjón þar var þó minniháttar í samanburði við hamfarirnar sem nú ganga yfir.

Í nágrannaríki Kólumbíu, Perú, hefur fjöldi minni aurskriða kostað 90 manns lífið það sem af er ári.

Hugur forsetans er hjá fórnarlömbunum

Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hefur lýst yfir neyðarástandi í Mocoa. Hann flaug á vettvang fyrir skemmstu til að stýra leitaraðgerðum.

Margir hafa orðið innlyksa í mannvirkjum, þeirra er nú leitað dyrum og dyngjum. Þar sem leitarfólk ekki kemst að eru herþyrlur notaðar til að hífa hina föstu upp.
Allt á kafi Margir hafa orðið innlyksa í mannvirkjum, þeirra er nú leitað dyrum og dyngjum. Þar sem leitarfólk ekki kemst að eru herþyrlur notaðar til að hífa hina föstu upp.

Hann segist munu beita öllum tiltækum ráðum til að hjálpa fórnarlömbum náttúruhamfaranna í Mocoa. „Ég kenni mjög í brjósti um þetta fólk,“ segir Juan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“