fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fjöldamorðingi lést eftir árás í fangelsi

Donald Harvey var sakfelldur fyrir morð á 37 einstaklingum

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 2. apríl 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Harvey, 64 ára fangi í Toledo í Ohio í Bandaríkjunum, lést í vikunni, tveimur dögum eftir að hann fannst illa slasaður í fangaklefa sínum.

Harvey þessi komst í heimsfréttirnar árið 1987 þegar hann játaði að hafa banað 37 einstaklingum þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður hjúkrunarfræðings á sjúkrahúsum í Cincinnati í Ohio og London í Kentucky. Síðar viðurkenndi hann að hafa banað átján einstaklingum til viðbótar meðan hann starfaði við Veterans Administration Medical Center í Cininnati.

Harvey, sem var 64 ára, var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn fyrir glæpi sína. Flestir sjúklinga hans voru mikið veikir einstaklingar og notaði hann eitur á borð við arsen og sýaníð til að bana þeim.

Ekki hefur verið gefið út hvað varð Harvey að aldurtila, en samkvæmt frétt AP var hann barinn illa af samfanga sínum í eigin fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“