Fréttir

Þessar götur verða göngugötur í miðborg Reykjavíkur frá 1. maí

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Miðvikudaginn 19 apríl 2017 12:46

Tími göngugatna í miðborginni hefst 1. maí næstkomandi. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér kemur fram að göngugötum sé ætlað að auðga mannlíf miðborgarinnar og bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks að verslun og þjónustu.

Vísað er í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur árið 2015 þar sem fram kom að 74% svarenda væru jákvæðir gagnvart göngugötum en einungis 13% neikvæðir. Hafði þá ánægja borgarbúa aukist jafnt og þétt frá því göngugötuverkefnið byrjaði.

Eftirfarandi götur verða göngugötur frá 1. maí til 1. október 2017:

• Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis
• Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti.
• Laugavegur og Bankastræti, frá Vatnsstíg að Þingholtsstræti
• Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar.

Göturnar verða opnar fyrir akstur milli kl. 07 og 11 virka daga en bifreiðastöður í göngugötum verða óheimilar á öðrum tímum eins og venja er.

Bekkjum, blómakerum og öðrum götugögnum verður komið fyrir á svæðinu til að gleðja augað og lífga upp á mannlífið. Laugavegur verður málaður á kafla eins og síðustu ár og unnið að ýmsum sumarverkefnum á göngugötusvæðinu.

Til þess að göngugöturnar heppnist sem best er samstarf rekstraraðila og borgarinnar mikilvægt. Lífleg miðborg með auknum fjölda gesta er mikið gleðiefni en því fylgir aukið álag á hreinsun og viðhald. Rekstraraðilar eru því beðnir um að leggja borginni lið við að halda umhverfinu snyrtilegu í kringum starfsemi sína, sér í lagi veitingastaðir og kaffihús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
í gær
Þessar götur verða göngugötur í miðborg Reykjavíkur frá 1. maí

Fyrstir í gasklefa Folsom-fangelsisins

Fókus
í gær
Fyrstir í gasklefa Folsom-fangelsisins

Spurning vikunnar: Erum við ein í heiminum?

Fréttir
í gær
Spurning vikunnar: Erum við ein í heiminum?

Sjálfstæðismenn brjálaðir út í Braga vegna umfjöllunar um það sem hann sá á landsfundinum

Fréttir
í gær
Sjálfstæðismenn brjálaðir út í Braga vegna umfjöllunar um það sem hann sá á landsfundinum

Gylfi, Orri og Guðjón hækka um margar milljónir í launum: „Kornið sem stútfyllti mælinn!“

í gær
Gylfi, Orri og Guðjón hækka um margar milljónir í launum: „Kornið sem stútfyllti mælinn!“

Guðmundur jaki: Síðasti verkalýðsforinginn af gamla skólanum

Fréttir
í gær
Guðmundur jaki: Síðasti verkalýðsforinginn af gamla skólanum

Íslenskt barn verður boltaberinn á leik Íslands og Argentínu á HM

Fréttir
í gær
Íslenskt barn verður boltaberinn á leik Íslands og Argentínu á HM

Heimapressað Xanax í dreifingu

Fyrir 2 dögum síðan
Heimapressað Xanax í dreifingu

Það er staðreynd að…

Mest lesið

Ekki missa af