Norður-Kóreumenn varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin í nýju áróðursmyndbandi

Myndbandið var sýnt á hátíðardegi í Norður-Kóreu á dögunum

Yfirvöld í Norður-Kóreu eru dugleg við að sýna þegnum sínum hernaðarlegan mátt sinn.
Áróður Yfirvöld í Norður-Kóreu eru dugleg við að sýna þegnum sínum hernaðarlegan mátt sinn.

Yfirvöld í Norður-Kóreu eru sögð standa á bak við nýtt áróðursmyndband þar sem kjarnorkusprengja sést lenda á bandarískri stórborg.

Grunnt hefur verið á því góða milli Norður-Kóreumanna og Bandaríkjanna undanfarin misseri og er ástandið á Kóreuskaganum eldfimt vegna tilrauna þeirra fyrrnefndu með kjarnavopn og langdrægar flaugar.

Samkvæmt frétt breska blaðsins Mirror var umrætt myndband, sem má sjá neðst í fréttinni, sýnt á hátíðardegi í Norður-Kóreu fyrir skemmstu sem haldinn var til að minnast Kim Il-Sung, fyrrverandi einræðisherra landsins og afa Kim Jong-Un, núverandi einræðisherra.

Myndbandið á að sýna hernaðarlegan styrk Norður-Kóreumanna en á myndbandinu má sjá þegar langdrægri flaug er skotið á loft úr kafbáti áður en hún lendir á á jörðu niðri, Bandaríkjunum að líkindum.

Um helgina var greint frá því að eldflaugatilraun yfirvalda í Norður-Kóreumanna um helgina hafi endað illa. Flaugin sprakk aðeins örfáum sekúndum eftir að henni var skotið á loft.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.