Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg

Hér má sjá yfirlitsmynd yfir jarðskjálfta á Íslandi og við landið síðustu tvo sólarhringa.
Jörð skelfur Hér má sjá yfirlitsmynd yfir jarðskjálfta á Íslandi og við landið síðustu tvo sólarhringa.

Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 varð í hádeginu á Reykjaneshrygg. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftinn hafi orðið klukkan 12.34 og voru upptök hans 5 kílómetra suðvestur af Geirfugladranga.

„Tilkynning barst frá Víkurfréttum um að skjálftinn hafi fundist á Keflavíkursvæðinu. Einnig barst ein tilkynning um að skjálftinn hafi fundist á Reykjavíkursvæðinu (101),“ segir í tilkynningunni.

Þá segir Veðurstofan að klukkan 09.43 í morgun hafi orðið skjálfti af stærðinni 3,0 í miðri Kötluöskjunni og svo annar tæpum klukkutíma seinna sem var 3,1 að stærð á svipuðum slóðum. Ásamt þessum skjálftum mældust fleiri tugir minni skjálfta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.