Fjölmargir í vanda á Holtavörðuheiði: Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út vegna fjölmargra ferðalanga í vandræðum á Holtavörðuheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsbjörg sendi frá sér á tíunda tímanum í kvöld.

Í tilkynningunni segir að á heiðinni hafi einnig oltið flutningabíll og er bílstjóri hans á leiðinni á sjúkrahús með sjúkrabíl. 

Vert er að minna á að vetrarveður verður víða á landinu næstu daga og því gæti færð spillst skjótt á fjallvegum. Nauðsynlegt er því að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.