fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Theresa May boðar til þingkosninga

Kosið 8. júní – Vill styrkja stöðu sína fyrir viðræður um útgöngu Bretlands úr ESB

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til þingkosninga 8. júní næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hún hélt í Downingstræti 10 nú í morgun. Með kosningunum vill May styrkja stöðu sína í breska þinginu til að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Aðeins þrjár vikur eru síðan að formlegt úrsagnarferli hófst, byggt á Brexit-kosningunni síðasta sumar. Á blaðamannafundinum sagði May að það hafi runnið upp fyrir henni fyrir skemmstu, og það hafi verið henni óljúft, að nauðsynlegt væri að kjósa að nýju. Aðeins tæp tvö ár eru síðan að kosið var síðast til breska þingsins. May hafði áður svarað því ítrekað til, spurð um hvort til stæði að flýta kosningum, að það kæmi ekki til greina og kosið yrði 2020 líkt og til hefur staðið.

May sakaði stjórnarandstöðuna, og lávarðardeild þingsins, um að veikja samningsstöðu sína gagnvart Evrópusambandinu. „Þjóðin þjappar sér saman en Westminster gerir það ekki,“ sagði hún og bætti við að flokkadrættir í þinginu, Westminster, stefndu í voða möguleikum Breta til að ná ásættanlegri niðurstöðu í samningaviðræðunum um útgönguna.

Nýjustu skoðanakannanir benda til að Íhaldsflokkurinn sé með allt að 21 prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Yrði það niðurstaðan í kosningunum myndi Íhaldsflokkurinn bæta við sig 17 þingmönnum.

Theresa May tók við sem forsætisráðherra þegar að David Cameron sagði af sér eftir Brexit-kosningarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“