fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ferðamenn stálu frá öðrum ferðamönnum

Laumaði sér ofan í poka og stal áfengi – Náðist á eftirlitsmyndavél

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir ferðamenn urðu uppvísir að því að stela frá erlendum ferðamönnum á bílaleigu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á dögunum.

Í dagbók lögreglu kemur fram að sá sem stolið var frá, hingað kominn með fjölskyldu sinni, hafi verið að undirrita bílaleigusamninginn þegar einn úr þriggja manna hópi, sem einnig var inni á bílaleigunni teygði sig í fríhafnarpoka þess fyrrnefnda og tók úr honum þrjár áfengisflöskur og annan varning. Myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavél sýndu athæfið svo ekki var um villst.

„Þegar þjófnaðurinn uppgötvaðist voru þremenningarnir á bak og burt á bíl sem þeir höfðu tekið á leigu. Starfsmaður bílaleigunnar hafði samband við þá og tjáði þeim að sést hefði til eins þeirra taka varning úr pokanum. Kvaðst fólkið þá ætla að snúa við. Þegar bið varð á því var aftur reynt að ná sambandi við það en þá var búið að slökkva á farsímanum. Málalok biðu því þar til að þremenningarnir skiluðu bílaleigubílnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri