fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Eldur í kísilveri United Silicon: „Hættulegar aðstæður“

Eldur í trégólfum – Slökkvistarf gekk erfiðlega

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kom upp í kísilveri United Silicon í Helguvík í nótt. Að því er fram kemur á vef Víkurfrétta logaði eldur í trégólfum á þremur hæðum í verksmiðjunni.

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir við Víkurfréttir að slökkvistarf hafi gengið erfiðlega. Til marks um það hafi fyrst verið notast við duft en svo vatn eftir að rafmagn var tekið af.

Tilkynnt var um eldinn um klukkan fjögur í nótt og var slökkvistarfi að mestu lokið á sjöunda tímanum í morgun.

„Það er erfitt að eiga við þetta af því að þetta er nálægt ofninum og hár straumur þarna, þannig að þetta eru hættulegar aðstæður,“ sagði Jón Guðlaugsson í samtali við mbl.is í morgun.

Meðfylgjandi er myndskeið sem Víkufréttir birtu í morgun:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“