fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Handtekinn við veitingahús í miðbænum

Grunaður um brot á lyfjalögum – Mikið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. apríl 2017 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann við veitingahús í miðborginni laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglunnar er maðurinn grunaður um brot á lyfjalögum og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Um tíuleytið í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í íbúð í Grafarvogi. Þar hafði innbrotsþjófurinn spennt upp glugga og farið inn og stolið farsíma.

Enn virðist fólki fyrirmunað að setjast ekki undir stýri eftir neyslu vímuefna því nokkuð var um að lögreglan stöðvaði för ökumanna sem ýmist eru grunaðir um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Nokkuð hefur verið um slík brot um páskahelgina og var nóttin engin undantekning.

Klukkan 00:21 var bifreið stöðvuð í Garðabæ en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um klukkan fjögur í nótt var bifreið stöðvuð á Borgarvegi. Ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur.

Um svipað leyti stöðvaði lögreglan för ökumanns á Reykjanesbraut við Álfaskeið. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Rétt fyrir klukkan fimm í nótt var síðan bifreið stöðvuð á Frakkastíg í miðbænum, ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu