fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

„Ekkert eftirlit“ með munum sem teknir eru úr geymslu lögreglu

Vitni varpaði ljósi á vankanta í munavörslu lögreglunnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. apríl 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert eftirlit var með því hvort haldlögðum munum og fíkniefnum væri skilað aftur í munavörslu lögreglunnar eftir að lögreglumenn tóku þá þaðan. Þetta fullyrðir fyrrverandi starfsmaður munavörslu sem bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli lögreglumannsins Jens Gunnarssonar sem á föstudag hlaut 15 mánaða dóm fyrir brot í starfi og spillingu. Meðal þess sem Jens var sakfelldur fyrir var að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skrifborðsskúffu sinni í vinnunni, byssur sem átti að varðveita í geymslu fyrir haldlagða muni. Að auki varðveitti hann fíkniefni í skúffunni og braut þannig reglur um haldlagningu, skráningu, meðferð og eyðingu fíkniefna og annarra haldlagðra efna.

Mikil verðmæti hurfu eftir húsleit

DV fjallaði nýverið um hvernig umtalsverðir fjármunir og önnur verðmæti, sem haldlögð voru við húsleit í tengslum við rannsókn á kampavínsklúbbnum Strawberries, hurfu sporlaust úr munavörslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Eigandi staðarins, sem átti umrædd verðmæti sem lögmaður hans segir að nemi milljónum, kærði þjófnaðinn til héraðssaksóknara síðastliðið haust. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í samtali við DV á dögunum að málið væri þar enn til rannsóknar. Að sögn Ólafs komst upp um hinn meinta þjófnað þegar embættið kallaði eftir mununum frá lögreglu til að láta verðmeta þá. Greip embættið þá í tómt.

Í umfjöllun DV var leitað viðbragða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild, kvaðst aðspurður ekki muna eftir því í fljótu bragði að haldlagðir munir hyrfu úr geymslum lögreglu með þessum hætti.

Vitni varpar ljósi á eftirlitsleysi

Í dómsmálinu yfir Jens Gunnarssyni var kallað til vitni sem fram kemur í dómskjölum að hafi verið starfsmaður í munavörslu lögreglunnar frá október 2006 til ársloka 2007. Var starfsmaðurinn fyrrverandi kallaður til að bera vitni í ákæruliðnum er varðaði loftbyssurnar. Ummælin varpa ljósi á hvernig lögreglumenn gætu hugsanlega komist upp með að láta haldlagða muni hverfa í skjóli eftirlitsleysis. Eftir viðkomandi er haft um starfið í munavörslunni:

„Hún kvaðst hafa tekið á móti munum og fíkniefnum frá lögreglumönnum. Hún kvað lögreglumenn stundum hafa sótt muni en ekkert eftirlit hefði verið með því hvort mununum hefði verið skilað aftur eða hve lengi þeir hefðu þá. Slíkir munir hefðu stundum legið á borðum lögreglumanna eða annars staðar í deildunum.“

Nokkrar ábendingar hafa borist DV, eftir umfjöllun um hina horfnu muni í Strawberries-málinu, þess efnis að haldlagðir munir hverfi úr geymslum lögreglu, sem gefur til kynna að ekki sé um einsdæmi að ræða. DV hefur þó ekki getað staðfest þær ábendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“