fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Söng til sonar síns sem hvarf árið 1988 og hefur ekki sést síðan

Ótrúlegt atriði í Britains Got Talent

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 16. apríl 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Boxell, sjötugur afi í Bretlandi, vakti gríðarlega athygli í þættinum Britans‘ Got Talent í gærkvöldi þegar hann flutti frumsamið lag ásamt kór. Lagið þótti fallegt, vel flutt en það er sagan á bak við það sem hefur vakið jafnvel enn meiri athygli. Lagið samdi Peter til sonar síns, Lee Boxell, sem hvarf sporlaust þann 29. september árið 1988.

Eru síðan Lee hvarf.
Tæp 30 ár Eru síðan Lee hvarf.

Var aðeins 15 ára

Lee var aðeins fimmtán ára þegar hann hvarf. Hann hafði sagt föður sínum, Peter, að hann ætlaði að fara á leik með Crystal Palace á velli sem var skammt frá heimili þeirra í Cheam í Surray. En Lee komst aldrei á völlinn. Hann kom heldur aldrei aftur heim. Enn þann dag í dag, tæpum 30 árum síðar, er ekki vitað hvað gerðist; lík hans hefur aldrei fundist og engar vísbendingar eru um hvað varð um hann.

Peter segist hafa samið lagið til sonar síns en með honum í flutningnum var kór, Missing People Choir, en meðlimir kórsins samanstanda af einstaklingum sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Peter, þeir eiga ættingja sem hafa horfið. Ein þeirra er til dæmis Rachel Edwards, en bróðir hennar, tónlistarmaðurinn Richey Edwards úr hljómsveitinni Manic Street Preachers, hvarf árið 1995.

Tekst á við sorgina

„Þegar ég syng þá er ég að senda skilaboð til Lee: Hvar ertu? Ég vona að það sé í lagi með þig,“ sagði Peter í viðtali við Mail on Sunday. „Þetta var eftirminnilegt augnablik, að hafa getað komið fram í Britains Got Talent. Söngurinn hefur hjálpað mér að takast á við sorgina,“ sagði hann.

„Við töldum alltaf að einhver myndi finnast sem byggi yfir upplýsingum um hvarfið.“

Hann segir að á sínum tíma hafi öllum steinum verið velt við í leitinni að Lee. „Við leituðum alls staðar og lögreglan líka. Við töldum alltaf að einhver myndi finnast sem byggi yfir upplýsingum um hvarfið,“ segir hann og bætir við að herbergi sonar hans sé eins og daginn sem hann hvarf.

Hreyfing á málið

Í aldarfjórðung biðu Peter og fjölskylda hans eftir svörum. Fyrir fimm árum hafði lögregla samband við Peter og sagði að líkur væru á að jarðneskar leifar Lee væru fundnar. Þær væru í grafreit skammt frá klúbbhúsi fyrir börn sem vitað var að barnaníðingar sátu um. Leit í grafreitnum leiddi hins vegar ekkert í ljós. „Það var mjög erfitt tímabil. Lögregla hafði viðrað þessa kenningu að Lee hefði verið myrtur en leit leiddi ekkert í ljós.“

Um þetta leyti fór Peter að hafa meiri áhuga á tónlist og það var þá sem hann samdi lagið sem hann flutti í Britains Got Talent. Hann viðurkennir í viðtalinu að hann hafi nánast tárast við flutninginn. Óhætt er að segja að dómararnir hafi verið hrifnir. Simon Cowell og meðdómarar hans stóðu upp og klöppuðu og kórinn fékk að halda keppni áfram.

Neðst í fréttinni má sjá stutt brot frá flutningnum.

Vill svör

Í viðtalinu við Mail on Sunday segir Peter að hann óttist að deyja áður en hann fær svör um afdrif sonar síns. „Þegar ég dey þá vona ég að ég muni hitta son minn og þá get ég sagt honum hvað hefur drifið á daga okkar öll þessi ár. Ég vil vita hvort hann sé á lífi, hvort það sé í lagi með hann og hvernig honum líður. Því miður þá verð ég líklega að horfast í augu við þá staðreynd að mögulega hafi hann verið myrtur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“