fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Norður-Kóreumenn státa sig af nýjum vopnum

Dagur sólarinnar, sem er fæðingardagur stofnenda Norður-Kóreuríkis, var haldinn hátíðlegur í nótt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. apríl 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram hefur komið í fjölmiðlum upp á síðkastið að Norður-Kóreumenn séu í stakk búnir að berjast með kjarnorkuvopnum ef aðrar þjóðir gera sig líklegar til að ógna þeim.

Öllu verra er þó að þeir kunna að taka minnstu hlutum sem persónulegri ógn við ríki sitt og þar að auki eru viðbrögð einræðisherrans, Kim Jong-un, gjarnan mjög óútreiknanleg.

Bandaríkin eru uggandi yfir hernaðarlegum uppgangi Norður-Kóreu og hafa verið að vígbúast með því t.d. að stefna herskipum sínum í átt til Kóreuskagans til að vera þar í viðbragðsstöðu.

En Norður-Kóreumenn bregðast afar illa við þessum tilfæringum og kveðast ekki mundu hika við að skjóta kjarnorkusprengjum á Bandaríkin í hefndarskyni, eigi þeir frumkvæði að slíkri árás

Í nótt, að okkar tíma, var haldið upp á 105 ára fæðingarafmæli stofnanda Norður-Kóreuríkis, Kim Il-sung. Mikil skrúðganga var haldin í höfuðstaðnum, Pyongyang, þar sem hermenn marseruðu í klæðum sínum og nýr vígbúnaður var til sýnis.

Í kjölfar áðurnefndra varúðarráðstafana Bandaríkjamanna, voru eftirfarandi staðhæfingar látnar flakka við athöfnina.

„Við erum tilbúin að svara stríði með stríði.“ Þetta mælti Choe Ryong-hae, en heimildir herma að hann sé annar valdamesti embættismaður ríkisins. BBC greinir frá.

„Við hikum ekki við að bregðast við utanaðkomandi kjarnorkuárásum með kjarnorkuárásum að okkar hætti,“ bætir Choe við. Hver þessi „háttur“ þeirra er fylgir þó ekki sögunni.

Einræðisherrann mætti glaður í bragði á hátíðina. Hann er ánægður með hernaðarlegan framgang ríki síns og vill ákafur státa sig af vígbúnaði frammi fyrir öðrum þjóðum.
Kim Jong-un Einræðisherrann mætti glaður í bragði á hátíðina. Hann er ánægður með hernaðarlegan framgang ríki síns og vill ákafur státa sig af vígbúnaði frammi fyrir öðrum þjóðum.

Mynd: EPA

Meðal vígbúnaðar sem hafður var til sýnis, voru sérstakar eldflaugar sem skotið er upp af kafbátum og drífa allt að 1000 km. Þá mynduðu herþotur töluna 105 á himnum til heiðurs honum Kim Il-sung.

Það eina sem aðrar þjóðir hafa getað huggað sig við hingað til er að Norður-Kóreumenn virðast eiga í einhverjum vandræðum með að þróa langdrægar flaugar. Sem drifu þá til Bandaríkjanna og Evrópu.

En eftir að hersýningunni var sjónvarpað, hafa glöggir komið auga á flaugar sem þar voru til sýnis og virðast vera af gerð sem drífur á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missiles). Óvíst er hvort þær hafi ennþá verið fullprófaðar. En þó er víst að Norður-Kóreumenn eru í óðaönn að þróa æ langdrægari vopn, alþjóðasamfélaginu til lítillar skemmtunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“