fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Bílsprengja í Sýrlandi: 39 dauðsföll staðfest

Sendibíll dulbúinn til vistaflutninga var sprengdur upp af sjálfsmorðsprengjumanni við rútur sem forða áttu sýrlenskum fjölskyldum úr stríðshrjáðum bæjum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. apríl 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílsprengja sprakk í Sýrlandi fyrr í dag, henni var beint að skara af rútum sem voru að forða borgurum í burtu af herteknum svæðum, undir stjórn islamskra mótmælenda. Að minnsta kosti 39 létust í árásinni. BBC greinir frá.

Sprengingin átti sér stað á svæðinu Rashidin við útjaðar Aleppo. Fjöldi hópferðabíla var þar samansafnaður með fjölskyldur Shia múslima um borð og voru að bíða eftir að fá inngöngu í borgina.

Myndir frá atvikinu, sem eru of grófar til að geta verið birtar í fjölmiðlum, sýna logandi lík fórnarlambanna liggjandi á strjáli innan um brenndar rútur með sprengdum rúðum. Meðal þeirra látnu er fjöldi barna.

Talið er að fórnarlömbin séu flest frá bæjunum Foah og Kefraya sem hafa verið umsetnir af íslömskum mótmælendum um langt skeið.

Tæplega 40 manns létust þegar dulbúinn sendibíll var sprengdur við hliðina á rútum sem áttu að flytja sýrlenskar fjölskyldur á öruggari svæði.
Ringulreið Tæplega 40 manns létust þegar dulbúinn sendibíll var sprengdur við hliðina á rútum sem áttu að flytja sýrlenskar fjölskyldur á öruggari svæði.

Íbúarnir svelta

Íbúar þessara bæja hafa soltið þar sem matarbirgðir komast ekki inn fyrir borgarmörkin. En nýverið gerðu stjórn Assad og mótmælendur samning um að fá að flytja fastandi íbúa svæðanna burt með rútum.

Tugir rúta héldu því af stað samkvæmt áætlun síðastliðinn föstudag en þurftu að bíða yfir nótt eftir að fá inngöngu inn í Aleppo.

Sjálfsvígssprenging

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á sprengingunni en Isis hryðjuverkasamtökin liggja sterklega undir grun, þar sem þau eru þekkt fyrir að leggja fæð á Shia múslima.

Efst á þessu korti má sjá Rashidin-svæðið við útjaðar höfuðborgarinnar Aleppo, sem merkt er með stjörnu. Neðan við hana má svo sjá bæina Foah og Kefraya, en m.a. þaðan var verið að flytja fjölskyldurnar með rútum yfir á öruggari svæði.
Sýrland Efst á þessu korti má sjá Rashidin-svæðið við útjaðar höfuðborgarinnar Aleppo, sem merkt er með stjörnu. Neðan við hana má svo sjá bæina Foah og Kefraya, en m.a. þaðan var verið að flytja fjölskyldurnar með rútum yfir á öruggari svæði.

Að því er fram kemur í frétt BBC á voðaverkið að hafa verið framið af sjálfsvígsárásarmanni sem ók litlum sendibíl að rútunum sem biðu á Rashidin-svæðinu. Bíllinn var dulbúinn sem ökutæki er flytja átti vistir til fjölskyldnanna í rútunum, en inni í honum voru eintómar sprengjur. Bílnum var lagt alveg upp við rúturnar, þar sem hann var síðan sprengdur.

Góðgerðasamtökin Rauði Hálfmáninn í Sýrlandi var að úthluta máltíðum til farþega rútnanna þegar sprengjan sprakk, en þær höfðu ekki hreifst úr stað í 30 klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu