fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vilja að friðhelgi Le Pen verði aflétt

Sökuð um að hafa misfarið með fé Evrópuþingsins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað eftir því við Evrópuþingið að friðhelgi Marine Le Pen verði aflétt svo hægt sé að rannsaka meint fjársvik hennar. Le Pen, sem er leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi og forsetaframbjóðandi, er sökuð um að hafa notað fjármuni Evrópuþingsins til að greiða eigin starfsfólki.

Le Pen er sökuð um að hafa notað um 40 milljónir króna sem átti að nýta til að standa straum af kostnaði við störf aðstoðarmanna á Evrópuþinginu til að greiða persónulegum aðstoðarmönnum sínum. Í mars var gerð húsleit á skrifstofum Þjóðfylkingarinnar af þessum sökum. Þá var Le Pen einnig boðuð til yfirheyrslu vegna málsins í síðasta mánuði. Því neitaði hún og vísaði til þess að hún nyti friðhelgi.

Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram 23. apríl næstkomandi. Le Pen háir harða baráttu við Emmanuel Macron, frambjóðanda En Marche! Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er vart sjónarmunur á milli frambjóðendanna tveggja, bæði njóta þau tæplega fjórðungs fylgis. Talið er nokkuð ljóst að þau komist í seinni umferð kosninganna þar sem kosið er á milli þeirra tveggja efstu. Tíðindi af meintum fjárdrætti Le Pen virðast lítil áhrif hafa haft þar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis