fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Konur sem eiga hunda eignast heilbrigðari börn

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar

Kristín Clausen
Föstudaginn 14. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlegar rannsóknir benda til þess að börn kvenna sem eiga hund, og sinna honum reglulega á meðgöngu og skömmu eftir að barnið fæðist, eru heilbrigðari en börn þar sem enginn hundur er á heimilinu.

Frá þessu er greint á Metro en rannsóknin var gerð við háskólann í Alberta. 70 prósent af úrtaki rannsóknarinnar voru ófrískar konur sem áttu hunda. Hin 30 prósentin voru einnig ófrískar konur en þær áttu engin gæludýr. Þá var áfram fylgst með þeim eftir fæðingu. 746 kornabörn og mæður þeirra voru skoðuð, með reglulegu millibili, af læknum á árunum 2009 til 2012.

Í ljós kom að börnin sem fæddust inn á heimili þar sem hundur, eða annað loðið gæludýr, var fyrir voru með tvær bakteríur í líkama sínum, umfram hin börnin. Þessar bakteríur gera mikið gagn fyrir ónæmiskerfið. Bakteríurnar heitia Ruminococcus og Oscillospira og eru talin draga úr líkum á offitu og hinum ýmsu ofnæmissjúkdómum.

Því benda niðurstöðurnar eindregið til þess að börn sem fæðast inn á heimili þar sem hundur er séu heilbrigðari en börn sem fæðast inn á heimili þar sem ekkert loðið gæludýr er að finna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“