fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gæti endað í fangelsi fyrir að málið húsið sitt blátt

Hefur sniðgengið sektir sem hann fékk fyrir uppátækið

Kristín Clausen
Föstudaginn 14. apríl 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Thor Nørgaard gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að hafa málað húsið sitt blátt. Thor, sem er 75 ára, hefur til þessa sniðgengið sektir sem hann hefur fengið, með reglulegu millibili, eftir að hann málaði húsið árið 2011. Þá hefur hann engan hug á að borga þær. Því gæti málið endað svo að Thor verði dæmdur í fangelsi.

Thor býr í smábænum Næstved í Danmörku. Þar er kveðið á um það í deiliskipulagi að ekki megi mála hús blá. Málið hófst 2011 þegar nágrannar hans klöguðu hann til sveitarfélagsins fyrir að hafa málað húsið blátt.

Málið hefur farið fyrir undirrétt og landsrétt og þar tapaði Nørgaard málinu. Hann var dæmdur til að greiða 30.000 danskar krónur í sekt eða mála húsið eða sitja í fangelsi í 14 daga.

TV2 hefur eftir Thor að valið sé ekki erfitt. Hann sé á eftirlaunum og 30.000 krónur sé stór biti fyrir hann. Því sé það bara ágætur kostur að sitja sektina af sér í fangelsi.

Hjá sveitarfélaginu eru engar fyrirætlanir uppi um að breyta deiliskipulaginu fyrir svæðið sem Thor Nørgaard býr á. Því mun hann að öllum líkindum sitja dóminn af sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi