fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Daily Mail greiðir Melaniu Trump 330 milljónir í skaðabætur

Sökuðu hana um að hafa starfað sem fylgdardama samhliða fyrirsætuferlinum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska dagblaðið Daily Mail hefur fallist á að greiða Melaniu Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, þrjár milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur vegna fréttar sem birtist í aðdraganda forsetakosninganna Vestanhafs.

Í fréttinni var fjallað um feril Melaniu og því haldið fram að hún hefði eitt sinn starfað sem fylgdardama (e. escort), starfsgrein sem í umræðunni er oft tengd vændi.

Forsetafrúin höfðaði mál í febrúar síðastliðnum þar sem hún krafðist 150 milljóna dala í skaðabætur og afsökunarbeiðni. Sátt náðist um skaðabætur utan dómstóla og herma heimildir að hún nemi um 3 milljónum dala, eða um 330 milljónum króna. Daily Mail birtir í blaði sínu og vef í dag afsökunarbeiðni til Melaniu vegna umfjöllunarinnar. Fréttin var dregin til baka á sínum tíma.

Í afsökunarbeiðninni segir að Daily Mail hafi birt ásakanir um að Melania veitti þjónustu umfram það að sitja fyrir.
„Við viðurkennum að þessar ásakanir um Frú Trump eru ekki sannar.“ BBC greinir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás