fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Tesla hirðir krúnuna af General Motors

Verðmætasti bílaframleiðandi Bandaríkjanna

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaframleiðandinn Tesla tók á mánudag fram úr General Motors (GM) sem verðmætasti bílaframleiðandi Bandaríkjanna – og það þrátt fyrir að hafa selt hundrað sinnum færri bíla en GM á síðasta ári.

Ekki nóg með að fyrirtækið hafi selt margfalt færri bíla heldur nam hagnaður GM á síðasta ári níu milljörðum Bandaríkjadala á meðan Tesla tapaði 773 milljónum Bandaríkjadala. Áætlanir gera ráð fyrir að áframhaldandi tap verði á rekstri Tesla á þessu ári og það muni nema allt að einum milljarði dala.

Hlutabréfaverð Tesla er í hæstu hæðum um þessar mundir, en á mánudag fór verð á hvern hlut upp í 313 Bandaríkjadali. Rafbílarnir frá Tesla njóta vaxandi vinsælda en á síðasta ári seldi fyrirtækið 76 þúsund bíla á heimsvísu.

Sitt sýnist hverjum um þennan uppgang Tesla og segir Bob Lutz, fyrrverandi stjórnarformaður GM, að hlutabréfaverðið í fyrirtækinu væri allt of hátt. „Þetta er blaðra sem er dæmd til að springa,“ sagði hann við Washington Post.

„Bílarnir frá Tesla eru góðir en viðskiptamódelið ekki,“ bætti hann við og nefndi í því samhengi að framleiðslukostnaður við hvern Tesla-bíl væri hærri en söluverðið sem fyrirtækið fær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu