fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu nýja lúxuhótel Bláa lónsins: Nóttin í dýrasta herberginu kostar 300 þúsund

Hótelið mun bera heitið Moss Hotel – Daily Mail birtir myndir af dýrðinni

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust mun Bláa Lánið opna nýtt lúxushótel og veitingastað þar sem áherslan verður lögð á einstaka upplifun gesta. Hótelið mun heita Moss Hotel en heilsulindin Lava Cove. Þá mun nýr hágæðaveitingastaður opna og mun hann bera sama nafn og hótelið, Moss Restaurant.

Í frétt Víkufrétta kemur fram að 165 manns muni starfa við við hótelið og heilsulindina. Alls verða 62 herbergi í boði og af myndum að dæma verður munaðurinn algjör. Daily Mail, ein vinsælasta fréttasíða veraldar, gerði hótelinu góð skil á dögunum.

Þar kemur fram að dýrasta herbergi, Bláa Lóns Svítan, muni kosta um 300 þúsund krónur á nóttina. Henni fylgir aðgangur að baðlóninu sem auk þess sem einkaþjónn fylgir herberginu. Ódýrustu herbergin verða á um 100 þúsund krónur.

Hér má sjá myndirnar sem birtust á Daily Mail:

Alls verða 62 herbergi á Moss Hótel, þar af sex svítur.
Lúxus Alls verða 62 herbergi á Moss Hótel, þar af sex svítur.
Óhætt er að fullyrða að Moss hótelið verður einstakt
Næs Óhætt er að fullyrða að Moss hótelið verður einstakt
Einkaþjónar munu fylgja hverri svítu en nóttin í þeirri dýrustu mun kosta um 300 þúsund krónur.
Munaður Einkaþjónar munu fylgja hverri svítu en nóttin í þeirri dýrustu mun kosta um 300 þúsund krónur.
Tölvugerðar myndir sýna hvernig hótelið mun koma til með að líta út.
Fellur vel inn í landslagið Tölvugerðar myndir sýna hvernig hótelið mun koma til með að líta út.
Mun bera nafni Lava Cove
Heilsulindin Mun bera nafni Lava Cove
„Hugmyndin er að búa til magnaða veröld þannig að maður gleymi daglegu stressi,“ segir framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, Dagný Pétursdóttir, í samtali við Víkurfréttir.
Mögnuð veröld „Hugmyndin er að búa til magnaða veröld þannig að maður gleymi daglegu stressi,“ segir framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, Dagný Pétursdóttir, í samtali við Víkurfréttir.
165 störf munu skapast í kringum hótelið og heilsulindina
Næs 165 störf munu skapast í kringum hótelið og heilsulindina
Ef svo ólíklega vill til að einhver kjósi að gista í Bláa Lóns svítunni í heilt ár samfellt þá kosta herlegheitin aðeins 110 milljónir króna.
Dýr leiga Ef svo ólíklega vill til að einhver kjósi að gista í Bláa Lóns svítunni í heilt ár samfellt þá kosta herlegheitin aðeins 110 milljónir króna.
Aðgengi gesta að Bláa Lóninu mun verða helsti sölupunktur Moss Hotel
Beint í Lónið Aðgengi gesta að Bláa Lóninu mun verða helsti sölupunktur Moss Hotel
Hérna fer örugglega vel um gesti
Setustofa Hérna fer örugglega vel um gesti
Sæti verður fyrir 60 manns á veitingastaðnum.
Moss Restaurant Sæti verður fyrir 60 manns á veitingastaðnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Í gær

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu