fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Páll Valur hættur í Bjartri framtíð

Sá fyrsti sem segir sig úr flokknum vegna stjórnarsamstarfsins

Kristín Clausen
Mánudaginn 10. apríl 2017 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Valur Björnsson fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar er hættur í flokknum vegna óánægju með náið samstarf flokksins við Viðreisn. Páll Valur tilkynnti ákvörðun sína fyrir flokksmönnum í gær.

Vefsíðan Miðjan greinir frá því að nokkuð sé um óánægju með stjórnarsamstarfið innan Bjartrar framtíðar en Páll Valur er sá fyrsti sem segir sig úr flokknum vegna stjórnarsamstarfsins.

Páli Val þykir að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir varðandi auðlindir, í Evrópumálum og hvað varðar börn.

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem á að bæta stöðu bágstaddra barna, sambærilegt frumvarpi sem Páll Valur flutti á síðasta kjörtímabili, en nú hyggst Björt framtíð ekki styðja frumvarpið, mun það hafa haft áhrif á ákvörðun hans að hætta í flokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“