fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Norður-Kóresk stjórnvöld tryllast

John McCain kallaði Kim Jong-un „sturlaðan, feitan krakka“ – Stríðsyfirlýsing, segja N-Kóreumenn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. apríl 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-Kóresk stjórnvöld eru tryllt og hóta að láta skelfingu rigna yfir Bandaríkin eftir að öldungardeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain kallaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, „sturlaðan, feitan krakka“ í sjónvarpsviðtali á MSNBC í síðustu viku. Þar ræddi McCain um Kína og Norður-Kóreu og sagði að Kína bæri ábyrgð á því að koma vitinu fyrir nágrannaríkið og fá það til að láta af hótunum og tilraunasprengingum með kjarnorkuvopn.

„Kína er einasti aðilinn sem getur haft stjórn á Kim Jong-un, sturlaða, feita krakkanum sem stýrir Norður-Kóreu. Þeir gætu stöðvað allt efnahagslíf Norður-Kóreu á einni viku,“ sagði McCain og bætti því að meira að segja Stalín hefði verið skárri en Kim Jong-un. Það hefði verið hægt að sjá einhverja rökvísi í grimmdarverkum hans en ekki væri snefil af skynsemi að finna í gjörðum Norður-Kóreska einræðisherrans.

Norður-Kóresk stjórnvöld gjörsamlega trylltust við þessar yfirlýsingar. Ríkisfréttastofa landsins segir að orð McCain séu stríðsyfirlýsing gagnvart Norður-Kóreu og bæta við að slíkt hið sama eigi við um gjörðir Ted Cruz. Cruz hefur lagt fram lagafrumvarp fyrir bandaríska þingið sem, ef það verður samþykkt, myndi þýða að Norður-Kórea yrði skilgreind sem ríki sem styður hryðjuverk. Norður-Kóresk stjórnvöld segja að það jafngildi því að ata forystu fullvalda ríkis aur. Það verði of seint fyrir bandarísk stjórnvöld að sjá eftir gjörðum sínum þegar þau fái að upplifa „skelfilegar afleiðingar“. Það segja Norður-Kóresk stjórnvöld að Bandaríkin séu heilinn á bakvið öll hryðjuverk í heiminum.

„Þetta er farsi sem meira að segja fær ketti til að hlæja. Sveitir byltingarhersins munu verja leiðtoga sína með því að láta höggin dynja miskunnarlaust á þeim sem voga sér að vega að heiðri leiðtoganna, eins og hvolpar sem ekki hafa vit á því að óttast tígrisdýrin,“ segir í yfirlýsingunni sem ríkisfréttastofan birti.

McCain hins vegar lætur sér fátt um finnast og skrifaði á Twitter: „Hvað, vildu þeir að ég kallaði hann sturlaðan, mjóan krakka?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala