fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Prentuðu 38 fermetra hús á sólarhring: Kostaði 1 milljón

Gæti verið bylting í baráttunni fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 7. mars 2017 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verktakafyrirtækið, Apis Corp, vakti nýlega mikla athygli þegar að fyrirtækið lét prenta 38 fermetra íbúðarhús með æði viðamiklum þrívíddarprentara. Húsið reis í bænum Stupino í úthverfi Moskvuborgar í Rússlandi, en þar er Apis Corp með tilraunaaðstöðu. Verkið tók aðeins sólarhring og kostnaðurinn var aðeins rétt rúmlega 10 þúsund dollarar, sem gerir um 1 milljón króna.

Í frétt á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að einkennileg hönnun fyrirtækisins sé ekki nauðsynleg, húsið geti verið ferhyrnt sé þess óskað. Þessi hönnun hafi orðið fyrir valinu til þess að sýna fram á möguleika tækninnar. Þá er fullyrt að þetta sé í fyrsta sinn sem að heilt hús sé prentað í heilu lagi en sú tækni að forprenta steypueiningar hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum.

Hráefnið sem prentarinn notaði var steypa en síðan bættu starfsmenn af holdi og blóði við hurðum og gluggum auk þess að mála húsið í lokin. Á myndbandinu má sjá járngrind í veggjum sem og raflagnir og nauðsynlega einangrun. Apis Corp fullyrðir að húsið muni endast í 175 ár og muni þola erfið veðurskilyrði. Fram kemur að húsið hafi verið reist á kaldasta tíma ársins í Rússlandi. Það hafi gert verkefnið krefjandi því að steypublandan hafi þurft að vera 5 gráðu heit að lágmarki þrátt fyrir að þrívíddarprentarinn sjálfur virki niður í allt að 35 gráðu frost. Það hafi verið leyst með því að setja upp gríðarstórt tjald utan um byggingarstaðinn.

Að mati fyrirtækisins gefur verkefnið tilefni til bjartsýni um að byltingin sé framundan í alheimsbaráttunni um íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um verkefnið.

Vefsíðan Mashable birti myndband um verkefnið sem hefur vakið gríðarlega athygli:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“