fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðni Th: „Burt með landsdóm!“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2017 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson vill leggja af landsdóm. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann í tímariti Lögréttu. „Ég sagði það áður en ég tók við embætti for­seta Íslands og segi það enn að í end­ur­reisn­ar­starf­inu eft­ir hrun var feigðarfl­an að nýta forn og úr­elt ákvæði um lands­dóm.“

Geir H. Haarde var dæmdur af landsdómi árið 2012, vegna þess að hann hefði átt að halda fleiri ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni fyrstu mánuði ársins árið 2008, þegar bankahrunið blasti við. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið.

Guðni segir það hafa sýnt sig að niðurstaðan hafi sundrað fremur en að sameina, á versta tíma. Niðurstaðan hafi ekki verið í samræmi við það sem stefnt var að, að þeir sem bætu pólitíska ábyrgð mynduaxla hana og taka afleiðingunum. Hann segir að við eigum að láta okkur þetta mál að kenningu verða. Enginn vilji hafa ákvæði um landsdóm í stjórnarskránni. „Finnið þann sem vill að mál­um verði hagað með sama hætti í framtíðinni. Ég ef­ast um að ykk­ur tak­ist það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi