fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Myndband: Fundu vin sinn í maga sjö metra kyrkislöngu

Atburðurinn hræðilegi átti sér stað í Indónesíu í vikunni

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 29. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðna helgi var tilkynnt um hvarf hins 25 ára gamla Akbar Salubiro. Salubiro hafði ætlað að í stutt ferðalag til þess að vinna við uppskeru á pálmaolíu. Vinir hans og fjölskyldu fóru að undrast um hann þegar Salubiro skilaði sér ekki heim á réttum tíma.
Leit hófst og svo fór að vinir mannsins fundu sjö metra langa kyrkislöngu í bakgarði heimilis hans. Vanir menn drápu slönguna, ristu hana á hol og þá sást glitta í líflausan líkama. Í frétt Daily Mail kemur fram að nágrannar Salubiro segjast hafa heyrt öskur og grátur um miðja nótt en ekki áttað sig á hvað var í gangi. Þá var nágranni þeirra að öllum líkindum að berjast fyrir lífi sínu gegn ofureflinu.

Hryllilegt myndband hefur nú litið dagsins ljós frá atburðinum. Þar sjást vinir og vandamenn fylgjast með því þegar slangan er skorin á hol og Salubiro kemur í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi