Kærur vegna Strawberries-rassíu enn á borði héraðssaksóknara

Embættið vildi láta verðmeta hina haldlögðu muni þegar ljóst var að þeir voru horfnir úr hirslum lögreglu

„Þessi tvö mál eru hér enn til meðferðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari aðspurður um rannsókn á kærum á hendur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem embættinu bárust í fyrra vegna Strawberries-rassíunnar svokölluðu.

Eins og fram kom í ítarlegri umfjöllun um eftirmála rassíunnar í helgarblaði DV þá liggja fyrir tvær kærur hjá embættinu frá eiganda Strawberries annars vegar vegna framgöngu lögreglumanna í aðgerðunum sjálfum og hins vegar vegna verðmætra muna sem haldlagðir voru í húsleit í þágu rannsóknarinnar en hurfu úr hirslum lögreglu. Verðmæti þeirra muna er sagt nema milljónum króna. Málin hafa nú verið tekin til skoðunar hjá nýrri nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem tók til starfa nú um áramótin. Þá voru kærumálin komi í ferli hjá embætti héraðssaksóknara. Ólafur Þór segir að nefndin hafi ákveðnu hlutverki að gegna í ferlinu en hann kveðst ekki vita nákvæmlega hvað nefndin sé með til meðferðar.

„Þau verða síðan í samskiptum við okkur þegar það liggur fyrir hvort því verði beint til embættisins hér.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.