fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ásmundur um hótanir útgerðarinnar: „Þeir sem vilja fara með vinnsluna til útlanda þeir fari bara til andskotans.“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2017 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi útgerðinni og talsmanni hennar, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, skýr skilaboð úr ræðustóli Alþingis í dag. Í umræðum um störf þingsins tók Ásmundur til máls og sagðist hafa verið talsmaður kvótakerfisins, „alla galla þess og auðvitað kosti.“

Hann sagði að það hefði komið sér á óvart þegar hann heyrði í talsmanni fyrirtækja í sjávarútvegi í gær, sem hafi sagt að greinin ætlaði að flytja vinnsluna úr landi.

Heiðrún Lind sagði við Stöð 2 í gær að vel gæti farið svo að vinnsla flyttist úr landi, en tilefnið eru áform HB Granda um að flytja fiskvinnslu frá Akranesi til Reykjavíkur. Tæplega hundrað manns gætu misst vinnuna.

„Við erum að sjá áhugasama aðila í Bretlandi. Þeir eru mjög samkeppnishæfir með þjónustu vegna þess að pundið er veikt. Þetta getur líka verið Austur-Evrópa og Asía. Þetta eru þeir staðir sem Noregur flytur fisk og fullvinnur. Þá er fiskurinn frystur, afþýddur, unninn og frystur á ný og fluttur til landa þar sem hann er seldur,“ sagði hún.

Tímabundinn vandi

Ásmundur er ekki sáttur. „Ég velti fyrir mér hvort greinin ætli að snúa baki við þeim gæðum fiskvinnslunnar sem fylgja því að nota ferska vatnið okkar og hreinleika íslenskrar náttúru, sem hefur verið eitt af aðalmerkjum útflutningsgreinarinnar. Og er talsmaðurinn búinn að gleyma hruninu, þegar gengið féll um tugi prósenta árið 2007?“ spurði hann og bætti við að þá hefðu tekjur útgerðarinnar margfaldast. Arðurinn og hagnaður greinarinnar hafi farið í sögulegar hæðir á sama tíma og kaupmáttur fólksins í landinu hrundi. „Á sama tíma hækkuðu skuldir fiskverkafólksins upp í rjáfur. Samt mættu allir í vinnu fiskvinnslufyrirtækin og stóðu sína plikt.“

Hann sagði að í dag væri við að etja tímabundið vandamál, en sterkt gengi krónunnar er útflutningsfyrirtækjum fjötur um fót þessa daganna. Hann er ósáttur við að þá komi talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja og „hótar því að fara með vinnsluna úr landi. Flytja út fiskinn óunninn og vinna hann í útlöndum.“

Nóg af fólki á Íslandi

Hann sagði að á Íslandi væri nóg af fólki sem vildi veiða fiskinn og vinna hann. Þing og þjóð léti ekki hóta sér með þessum hætti. „Það hótar enginn okkur því að fara með fiskinn til útlanda. Það bara kemur ekki til greina. Ég trúi því ekki að stór hluti þeirra sem að hafa kvótann í höndunum taki undir þessi orð.“

Hann sagðist ekki geta annað en að svara þessum hótunum á sjómannamáli: „Þeir sem vilja fara með vinnsluna til útlanda þeir fari bara til andskotans.“ Á þeim orðum lauk hann ræðunni.

Forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, sló af þessu tilefni í bjöllu og bað þingmenn um að gæta orða sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun