fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ætlar hvorki að fella gengi krónunnar né lækka veiðigjöld: Gengur ekki að hafa íslenska krónu

Útgerðin vill borga minni veiðigjöld af auðlindinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2017 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að gengi íslensku krónunnar verði ekki fellt og að veiðigjöld verði ekki lækkuð. Fyrirtæki í sjávarútvegi, sem hafi verið veitur réttur á auðlind þjóðarinnar, þurfi að sýna samfélagslega ábyrgð. Þau hafi hagnast mikið síðustu ár.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. „Það er ekki á dagskrá að lækka veiðigjöldin. Ég er mjög treg til þess,“ er haft eftir henni. Í blaðinu segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að lækka þurfi veiðigjöld en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson, tók í sama streng í ræðu á Alþingi í gær

Framkvæmdastjóri HB Granda á Akranesi, sem ætlar að hætta bolfiskvinnslu á Akranesi, vill ekki gefa upp hversu mikið tapið verður á vinnslunni á árinu en Akranesbær hefur kynnt forsvarsmönnum fyrirtækisins aðgerðir upp á ríflega milljarð króna til að bæta aðstöðu HB Granda til vinnslu í bænum.

Þorgerður Katrín segir að allir sjái að það gangi ekki að vera með íslenska krónu. Starfshópur um gjaldmiðlamál sé að störfum og hún voni að sá hópur vinni hratt og örugglega að lausn á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu