fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Grófu göng og sluppu

Sextán fanga leitað í Mexíkó

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Mexíkó leita nú sextán fanga sem tókst að flýja á athyglisverðan hátt úr fangelsi í Tamaulipas-héraði við landamærin að Bandaríkjunum.

Í frétt AP kemur fram að fangarnir hafi grafið fjögurra metra djúp og þrjátíu og sex metra löng göng úr einum af fangaklefum fangelsisins. Þeir komu svo upp á yfirborðið skammt fyrir utan fangelsið og áttu því nokkuð greiða leið út í frelsið.

Talið er að í heildina hafi tuttugu og níu fangar yfirgefið fangelsið með þessum hætti en þrettán eru sagðir hafa náðst skömmu síðar.

Göngin voru grafin í þeim hluta fangelsisins sem fangar stjórna að stærstum hluta. Þegar upp komst um málið lokuðu fangelsisyfirvöld umræddri álmu við litla hrifningu fanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt