fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Gert að sækja sálfræðitíma

Braut gegn stjúpdætrum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. mars 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í liðinni viku karlmann í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúpdætrum sínum. Brotin voru framin árið 2014. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að káfa á stúlkunum innan og utan klæða.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi. Var það metið manninum til refsilækkunar að hann átti frumkvæði að því að greina frá brotum sínum og leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Þá hafi hann á öllum stigum máls verið samvinnufús og sýnt iðrun. Í dómnum kom fram að maðurinn hefði flutt af heimilinu og sýnt einlægan vilja til að vernda stúlkurnar fyrir frekari skaða og öðlast innsæi í eigin hegðun, eins og það var orðað.

Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tíu mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá er frestun á fullnustu refsingar jafnframt bundin því skilyrði að hann sæki stuðningsviðtöl hjá sálfræðingi eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en þrisvar á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“