fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þjáist þú af flughræðslu? Flugmaður útskýrir nokkra hluti sem farþegar óttast

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 27. mars 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú einn af þeim sem hræðist að fljúga og hefur áhyggjur af hvað gerist ef kveikt er á farsímum á meðan á flugi stendur? Eða hefur þú kannski áhyggjur af dularfullum hljóðum í flugvélinni eða hefur þú áhyggjur af að flugvélin, sem þú situr í, muni hrapa beint til jarðar. Þá er ágæt hugmynd að lesa þessa grein en í henni útskýrir breskur flugmaður nokkra hluti sem margir óttast þegar þeir ferðast með flugvél.

Sjá einnig: Allir geta komist yfir flughræðslu

Chris Foster, sem er flugmaður hjá Easyjet, fór yfir nokkur atriði varðandi flug í dagblaðinu Liverpool Echo og útskýrði fyrir lesendum.

Foster sagði að margir hafi áhyggjur af hvað gerist ef farþegar gleyma að slökkva á farsímum sínum. Hann sagði að sú regla væri orðin nokkuð gömul en í dag væri staðan sú að stjórnkerfi flugvéla væru svo fullkomin að ekkert ætti að gerast þótt einhverjir farþegar gleymi að slökkva á farsímum sínum í flugtaki eða lendingu.

Margir hafa áhyggjur af að einhver opni dyr á flugvél á meðan hún er á flugi. Foster sagði að fólk ætti ekki að hafa áhyggjur af því þar sem flugvélar séu þannig gerðar að ekki sé hægt að opna dyrnar fyrr en loftþrýstingur í farþegarýminu hefur minnkað og því sé ekki hægt að opna þær þegar flugvélin er á flugi.

Margir hafa áhyggjur af vélarbilunum í flugvélum og ef þeir heyra dularfull hljóð þá liggur beint við að gjóa augunum út og kíkja á hreyflana. Foster sagði að það væri að sjálfsögðu möguleiki á að flugvélahreyfill bili á meðan á flugi stendur en það séu sáralitlar líkur á því. Hreyflarnir fái gott viðhald og strangar reglur gildi um viðhald þeirra og eftirlit með þeim.

Hann sagði að ekki þurfa að óttast þótt að eldingu slái niður í flugvélar. Þær séu byggðar til að þola flug í slæmu veðri og að verða fyrir eldingum. Flugmenn reyni þó eins og þeir geti að forðast slík veður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi