Verðmæti hurfu úr hirslum lögreglu: Embættið tjáir sig ekki meðan málið er til skoðunar

Lögreglan lagði hald á muni að verðmæti milljóna í húsleitum eftir Strawberries-rassíu – Rolex úr, skart og reiðufé finnast ekki

Eftir tálbeituaðgerðir lögreglu inni á Strawberries-staðnum voru eigandi og fjórir starfsmenn handteknir og framkvæmdar húsleitir. Lagt var hald á mikið af munum sem til stóð að gera upptæka. Munirnir hurfu síðan úr geymslum lögreglu. Myndir úr eftirlitsmyndavélum sýna áfengisdrykkju lögreglumanna á staðnum kvöldið sem áhlaup var gert.
Verðmæti finnast ekki Eftir tálbeituaðgerðir lögreglu inni á Strawberries-staðnum voru eigandi og fjórir starfsmenn handteknir og framkvæmdar húsleitir. Lagt var hald á mikið af munum sem til stóð að gera upptæka. Munirnir hurfu síðan úr geymslum lögreglu. Myndir úr eftirlitsmyndavélum sýna áfengisdrykkju lögreglumanna á staðnum kvöldið sem áhlaup var gert.
Mynd: Samsett mynd/DV

Dýr Rolex-úr, verðmætir skartgripir og reiðufé sem haldlagt var við húsleit lögreglu í tengslum við rannsókn á starfsemi kampavínsklúbbsins Strawberries árið 2013 virðist hafa horfið með dularfullum hætti úr hirslum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Verðmæti munanna hleypur á milljónum króna og liggur fyrir kæra vegna málsins. Nýstofnuð nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur tekið málið til skoðunar líkt og fram kemur í ítarlegari umfjöllun um eftirmála Strawberries-málsins í helgarblaði DV. málið meðan það er til skoðunar hjá nefndinni.

Milljónamunir finnast ekki

Vvið húsleit sem gerð var á Strawberries var lagt hald á ýmsa muni í þágu rannsóknarinnar. Þegar húsleit fer fram skráir lögreglan niður allt sem tekið er og færir í munaskrá. Haldlagðir munir eru síðan geymdir í hirslum lögreglu.

Óeinkennisklæddir lögreglumenn eyddu 1.100 þúsund krónum á Strawberries í tálbeituaðgerðum í tengslum við rannsókn á meintri vændisstarfsemi á staðnum. Málið var fellt niður.
Ítarleg rannsókn Óeinkennisklæddir lögreglumenn eyddu 1.100 þúsund krónum á Strawberries í tálbeituaðgerðum í tengslum við rannsókn á meintri vændisstarfsemi á staðnum. Málið var fellt niður.
Mynd: Eyþór Árnason

Heimildir DV herma að meðal þess sem haldlagt var á Strawberries og heimili eiganda Strawberries voru nokkur Rolex-armbandsúr, bindisnælur, hringar, hálsmen og annað verðmætt skart, þar á meðal erfðagripir, og nokkuð af reiðufé, bæði evrur og dollarar. Verðmæti þessara muna og lausafjár hleypur á mörgum milljónum króna samkvæmt heimildum.

Eftir ítarlega rannsókn á meintri vændisstarfsemi og mansal fór svo að ríkissaksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru og láta málið niður falla. Eina sem eftir stóð voru meint skattalagabrot eiganda staðarins sem ákært var fyrir síðastliðið sumar.

Í skattamálinu gerði lögreglan upphaflega kröfu um að þessir munir yrðu gerðir upptækir en við fyrirtöku málsins í dómsal kom fram að saksóknari hefði fallið frá kröfunni um upptöku munanna. Við nánari eftirgrennslan kom upp úr krafsinu að ástæðan var sú að þessir munir voru allir horfnir úr hirslum lögreglu.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir að embættið muni ekki tjá sig um málið meðan það er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.
Tjá sig ekki Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir að embættið muni ekki tjá sig um málið meðan það er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.
Mynd: © Róbert Reynisson

Lögreglan bíður niðurstöðu nefndarinnar

DV óskaði eftir viðbrögðum frá Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, vegna málsins. Sigríður Björk vísaði á Friðrik Smára Björgvinsson, yfirmann rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem staðfestir að kæra liggi fyrir vegna málsins og að hún sé til skoðunar hjá eftirlitsnefndinni.

„Á meðan þetta er í athugun hjá þessari nefnd þá held ég að það sé ekki rétt að embættið hér tjái sig neitt sérstaklega um þetta. Þetta verður að hafa sinn gang og niðurstaða úr athugun á þessu hlýtur að leiða eitthvað í ljós, hvaða ástæður liggja að baki því að þessir munir finnast ekki,“ segir Friðrik Smári í samtali við DV.

Aðspurður almennt hvort hann muni eftir að svona nokkuð hafi komið upp áður, að haldlagðir munir hverfi úr geymslum lögreglu, kveðst hann ekki muna eftir því í augnablikinu.

„Ég get nú ekki svarið fyrir það í augnablikinu að svona hafi ekki komið fyrir áður, en ég man ekki eftir því í fljótu bragði.“

Eru einhverjir aðrir en lögreglumenn sem hafa aðgang að þessum geymslum?

„Það eru starfsmenn embættisins sem hafa aðgang að þessum geymslum. En ég tel rétt að embættið tjái sig ekki um þetta fyrr en niðurstaðan liggur fyrir úr rannsókn.“

Þetta er brot úr ítarlegri umfjöllun í helgarblaði DV um Strawberries-rassíuna.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.