fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fimmtíu og sex manns dæmdir í fangelsi í dag vegna dauða 202 flóttamanna

Alls hafa tæp 600 manns látist eða horfið á Miðjarðarhafinu það sem af er árinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. mars 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtíu og sex manns voru dæmd í sjö til tíu ára fangelsi í Egyptalandi í dag vegna dauða að minnsta kosti 202 flóttamanna á hafi úti í september síðastliðnum. Sakargiftirnar eru manndráp, vanræksla, notkun á bátum í leyfisleysi, að stefna börnum í hættu og skipulagning á ólöglegum fólksflutningum.

Báturinn, sem fólkið var um borð í, var á leið til Ítalíu þegar hann sökk við hafnarborgina Rosetta í miðjarðarhafinu þann 21. september síðastliðinn. Þeir sem lifðu af sögðu að um 450 flóttamenn hefðu verið um borð í bátnum þegar honum hvolfdi.

Egypski herinn sagði á sínum tíma að 163 manns hefði verið bjargað. Meirihluti þeirra voru Egyptar en þeirra á meðal var einnig fólk frá Súdan, Erítreu, Sýrlandi og Eþíópíu, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Flóttamannastofnunin sagði í febrúar að af þeim fjölda flóttamannaleiða sem farnar eru til Evrópu sé leiðin til Ítalíu hættulegust. Á árinu 2016 voru fleiri skráð andlát á Miðjarðarhafinu en nokkru sinni fyrr. „Af þeim 5096 flóttamönnum sem hafa látist eða verið skráðir týndir á síðasta ári höfðu 90% ferðast sjóleiðis til Ítalíu,“ segir í yfirlýsingu frá stofnuninni.

Ferðir til Ítalíu hafa margfaldast síðan samningur var gerður milli Tyrklands og Evrópusambandsins í mars í fyrra um að stöðva flóttamannastrauminn frá Tyrklandi yfir til Grikklands. „Síðan þá hefur leiðin frá Norður Afríku til Ítalíu verið aðal inngönguleiðin inn í Evrópu“ segir Flóttamannastofnunin.

Samkvæmt nýjustu tölum Flóttamannastofnunarinnar hafa 593 manns annað hvort dáið eða týnst á miðjarðarhafinu það sem af er þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis