fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Drakk fljótandi amfetamín til að komast hjá handtöku: Fjölskyldan fær 110 milljónir króna í bætur

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld hafa komist að samkomulagi um bótagreiðslu vegna dauða sextán ára pilts frá Mexíkó, Cruz Marcelino Acevedo, sem lést þann 18. nóvember 2013 á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Þannig var mál með vexti að pilturinn var á leið til Bandaríkjanna þegar bandarískir tollverðir stöðvuðu hann. Í bakpoka hans fundust tvær krukkur af fljótandi efni sem vöktu grunsemdir tollvarða. Pilturinn svaraði á þá leið að í krukkunum væri appelsínusafi en síðar kom á daginn að um var að ræða stórhættulegt fíkniefni, metamfetamín í fljótandi formi.

Tollverðirnir tveir sem höfðu afskipti af piltinum, Adrian Perallon og Valerie Baird, sögðu þá við drenginn að hann skyldi fá sér sopa af drykknum til að sanna að um appelsínusafa væri að ræða – þó þeir hefðu mátt vita að innihaldið væri annað.

Drengurinn vildi að sjálfsögðu komast hjá því að verða handtekinn og brá því á það ráð að fá drekka innihaldið og er hann sagður hafa tekið fjóra sopa.

Acevedo var fluttur lífshættulega veikur á sjúkrahús í kjölfarið þar sem hann lést tveimur klukkustundum síðar af völdum of stórs skammts af fíkniefnum.

Lögmaður fjölskyldunnar, Eugene Iredale, segir að flest bendi til þess að Acevedo hafi verið burðardýr og flutt efnin til Bandaríkjanna gegn smávægilegri þóknun.

Samkomulagið felur í sér að bandaríska toll- og landamæravarslan greiðir fjölskyldu Acevedo eina milljón dala í bætur, rúmar 110 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“