fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Styrking krónunnar – Bílaleigur draga saman seglin

„Afkoman er í flestum tilfellum fokin út um gluggann“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. mars 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaleiga Akureyrar ætlar ekki að fjölga bílum í ár í fyrsta sinn frá árinum 2009. Viðskiptablaðið greinir frá.

Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigunnar segir þetta vera afleiðingu styrkingar krónunnar. „Okkur líst illa á þróunina og ætlum að hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við ætlum að bæta nýtingu flotans og vera þá bara fullbókuð í sumar ef svo ber undir en við ætlum ekki að elta toppinn ef svo má að orði komast.“

Steingrímur segir þó að sterk staða krónunnar hafi þó ekki áhrif á komur erlendra ferðamanna til landins í ár. Hún hafi aftur á móti áhrif á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónstu. „Afkoman er í flestum tilfellum fokin út um gluggann. Hjá okkur hefur styrking krónunnar haft mikil áhrif. Við verðleggjum okkur í evrum en allur kostnaður er í krónum.“

Viðskiptablaðið greinir einnig frá því að stigið verði varlega til jarðar í bílakaupum hjá Hertz bílaleigunni á þessu ári. Sigfús B. Sigfússon, forstjóri Hertz, segir að fyrirtækið muni líklega fjölga bílum um 5-10% á þessu ári en undanfarin ár hefur floti leigunnar stækkar um um það bil 15% á milli ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu