Strawberries rassían: Lögreglumenn fóru í handtökur eftir drykkju

Eftirlitsmyndbönd sýna lögreglumenn panta og drekka fjölmarga bjóra – DV fékk að sjá myndböndin

Hér eru lögreglumennirnir tveir, annar sullar niður drykk sínum og ekki verður um villst að hann er að drekka bjór.
Bjórinn sullast Hér eru lögreglumennirnir tveir, annar sullar niður drykk sínum og ekki verður um villst að hann er að drekka bjór.

Eitt af sönnunargögnum í kærumálinu gegn lögreglunni vegna aðgerðanna á Strawberries eru myndskeið úr eftirlitsmyndakerfi staðarins. Blaðamenn DV fengu við vinnslu þessarar umfjöllunar að sjá brot úr umræddum myndskeiðum sem sýna annars vegar það sem fullyrt er að séu óeinkennisklæddir lögreglumenn við barinn á kampavínsklúbbnum að panta sér og drekka ótæpilega af áfengi.

Fjallað er um eftirmála Strawberries-rassíunnar í helgarblaði DV. Meðal annars hvernig munir, sem haldlagðir voru í húsleit lögreglu vegna rannsóknarinnar og eru milljónavirði, virðast hafa horfið með dularfullum hætti úr geymslum lögreglu.

Hér má sjá einn óeinkennisklæddu lögreglumannanna við barinn á Strawberries þjóra.
Lögreglumaður á barnum Hér má sjá einn óeinkennisklæddu lögreglumannanna við barinn á Strawberries þjóra.

Líkt og fram hefur komið fylgdu myndskeiðin kærunni til héraðssaksóknara síðastliðið sumar þar sem lögreglumennirnir voru sakaðir um að hafa verið drukknir við skyldustörf og framkvæmt fyrstu handtökur í málinu eftir að hafa setið að sumbli á staðnum.

Mennirnir sjást panta sér og greiða fyrir fjölmarga bjóra og drekka þá. En ekki aðeins bjór, heldur í að minnsta kosti tvö skipti sjást mennirnir, sem fullyrt er að séu lögreglumenn, fá sér eitthvað sem líklega er koníak eða viskí í glas. Sjást þeir velta glasinu um í lófanum, þefa af því og drekka í botn.

Að minnsta kosti einn mannanna virðist síðar vera orðinn áberandi ölvaður við barinn.

Meira um málið í helgarblaði DV, þar sem meðal annars má sjá fleiri skjáskot úr umræddum myndböndum.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.