fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hryðjuverk og hungursneyð

Nokkrar af fréttaljósmyndum vikunnar af myndveitunni EPA

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar stjórnmálaflokksins Sinn Fein bera Martin McGuinness, fyrrverandi varaforsætisráðherra heimastjórnar Norður-Írlands og áður foringja í írska lýðveldishernum, til grafar. McGuinness lést í vikunni 66 ára gamall.


Sprenging í Úkraínu

Mynd: EPA

Vegfarendur fylgjast með miklum reykjarmekki eftir að sprenging varð í birgðageymslu fyrir vopn á vegum úkraínska hersins. Atvikið varð nærri borginni Balakiya í Úkraínu. Eldur varð valdur að sprengingunni en hús voru rýmd í 20 kílómetra radíus umhverfis húsið. Það raskaði ró um 20 þúsund manns.


Ræddu hungursneyð

Mynd: EPA

Boris Johnson, hinn litríki utanríkisráðherra Bretlands, tók til máls á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Sómalíu. Fundurinn fór fram í New York 23. mars. Hungursneyð ógnar lífi allt að 20 milljóna manna í fjórum löndum; Suður-Súdan, Sómalíu, Nígeríu og Jemen. Talið er að þrjár milljónir manna í Sómalíu séu í hættu. Talið er að um sex milljarða bandaríkjadala þurfi til að koma hungruðum til hjálpar.


Bókamessa í Þýskalandi

Mynd: EPA

Talið er að 250 þúsund manns muni líta inn á bókamessunni í Leipzig í Þýskalandi, sem nú stendur yfir. Þar munu 3.400 kynna verk sín.


Minnast hinna föllnu

Mynd: EPA

Laganna vörður leggur niður blóm í miðbæ Lundúna, til minningar um þá sem létust í hryðjuverkaárás í námunda við þinghúsið á miðvikudagskvöld. Fjórir létust, þar á meðal árásarmaðurinn, en 29 særðust.


Blóm á brú

Mynd: EPA

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, minnist þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásinni í Lundúnum á miðvikudag. Hér leggur hann blóm á Westminster-brúna.


Þjóðhátíðardagur í Pakistan

Mynd: EPA

Kínverskir hermenn marsera fram hjá mynd af Muhammad Ali Jinnah, stofnanda Pakistan, á þjóðhátíðardegi landsins í borginni Islamabad í Pakistan á fimmtudag.


Methagnaður bílaframleiðanda

Mynd: EPA

Luca de Meo, framkvæmdastjóri bílaframleiðandans SEAT, ásamt stjórnarmönnum félagsins, ræða afkomu félagsins á blaðamannafundi í Barcelona á fimmtudag. Fyrirtækið hefur aldrei skilað meiri hagnaði – eða 232 milljónum evra – á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“