fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fjölskyldurnar „orðlausar“ eftir blaðamannafund föðurins

Günter Lubitz hélt umdeildan blaðamannafund í gær

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 25. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Günter Lubitz, faðir Þjóðverjans Andreas Lubitz sem brotlenti flugvél Germanwings árið 2015 með þeim afleiðingum að 150 manns fórust, segir að sonur hans hafi dáið úr kolsýringseitrun í flugstjórnarklefa vélarinnar.

Tvö ár frá atburðinum

Eins og DV frá á dögunum hélt Günter blaðamannafund í gær en þá voru nákvæmlega tvö ár liðin frá hinum vofeiflega atburði.

Mynd: Reuters

Það var þann 24. mars 2015 að vél Germanwings, sem var á leið frá Barcelona til Dusseldorf, brotlenti í fjallshlíðum um 100 kílómetra norðvestur af frönsku borginni Nice.

Glímdi við andleg veikindi

Talið er fullvíst að aðstoðarflugstjóri vélarinnar, áðurnefndur Andreas Lubitz, hafi brotlent vélinni viljandi eftir að hafa læst flugstjórnarklefanum með flugstjórinn brá sér frá. Andreas hafði glímt við þunglyndi og gengist undir meðferð vegna sjálfsvígshugleiðinga.

Á blaðamannafundinum á föstudag sagði Günter að niðurstöður rannsóknar hans og blaðamannsins Tim van Beveren benti til annars. Hann hefði misst meðvitund vegna kolsýringseitrunar og óheppileg tilviljun hefði orðið til þess að flugstjórnarklefinn læstist.

Günter sagði á fundinum að sonur hans hefði vissulega glímt við þunglyndi um nokkurra ára skeið í aðdraganda þessa örlagaríka dags, en hann hefði verið hamingjusamur þegar hann fór í sína hinstu flugferð.

Orðlausar

Fjölskyldur þeirra sem létust hafa lýst yfir óánægju sinni með blaðamannafundinn og sagt framkomu Günters óábyrga. Lögmaður fjölskyldnanna, Elmar Giemulla, sagði að fjölskyldur hinna látnu væru „orðlausar“ og „brugðið“ vegna þess sem kom fram á fundinum.

Sjálfstæð rannsóknarefnd komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði vísvitandi verið brotlent. Þá leiddi rannsóknin í ljós að Andreas hefði þjáðst af andlegum veikindum og líklega tekið þunglyndislyf vegna þeirra.

Günter og Beveren sögðu á blaðamannafundinum að saksóknarar og fulltrúar nefndarinnar hefðu látið hjá líða að rannsaka mikilvæga þætti varðandi slysið. Þannig hafi þeir sett spurningamerki við flughæfni vélarinnar áður en hún brotlenti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala