fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Átta ára gjaldþrotaskiptum loks lokið

Loks tilkynnt um skiptalok í þrotamáli Magnúsar Þorsteinssonar – Kröfur námu 24,5 milljörðum króna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. mars 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt tæplega átta árum eftir að kaupsýslumaðurinn Magnús Þorsteinsson var úrskurðaður gjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra þann 4. maí 2009 hefur loks verið greint frá skiptalokum á búinu í Lögbirtingablaðinu. Kröfur í þrotabú Magnúsar, sem var viðskiptafélagi Björgólfsfeðga í Rússlandi og hluti af Samson-hópnum sem keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum á sínum tíma, námu 24,5 milljörðum króna.

DV hefur fjallað um hin langdregnu gjaldþrotaskipti en Magnús hefur áður í samtali við DV gagnrýnt harðlega hversu langan tíma skiptin hafa tekið og líkt þeim við skuldafangelsi.

Skiptastjórinn, Ingvar Þóroddsson, hefur borið því við að skiptin hafi ekki tekið óeðlilega langan tíma í ljósi þess að um sé að ræða eitt stærsta persónulega gjaldþrot Íslandssögunnar, umfang málsins hafi verið mikið, flækjustig hátt og það teygt anga sína víða erlendis.

DV greindi frá því að skiptafundur hafi verið boðaður þann 20. mars síðastliðinn þar sem skiptastjórinn kynnti kröfuhöfum frumvarp til úthlutunar. Andmælum við því var greinilega ekki hreyft því tilkynnt var um skiptalokin þann dag.

Í Lögbirtingablaðinu segir að veðkröfur hafi samtals verið rúmir 4,5 milljarðar en að ekkert hafi fengist greitt upp í þær sérstaklega, samþykktar almennar kröfur hafi síðan numið rétt tæplega 20 milljörðum króna og að upp í samþykktar veðkröfur og almennar kröfur hafi greiðst 0,103279%.

Ljóst er því að afraksturinn er einkar rýr miðað við rétt tæplega átta ára vinnu við endurheimtur fyrir kröfuhafa.

Líkt og DV hefur áður fjallað um þá bætast nú alltaf tvö ár hið minnsta við skuldafangelsið svokallaða eftir skiptalok. Ástæðan er sú að skuldir sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskipti falla ekki niður fyrr en að liðnum tveimur árum frá skiptalokum. Með það í huga er ljóst að Magnús mun hafa verið í títtnefndu skuldafangelsi í hartnær áratug þegar yfir lýkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Í gær

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Fréttir
Í gær

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Í gær

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt