fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Nafngreindu rangan mann í tengslum við voðaverkin í London

Abu Izzadeen situr í fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar hlupu á sig í gær þegar greint var frá því að Abu Izzadeen hefði verið maðurinn sem framdi voðaverkin í London í gær.

Simon Israel, fréttamaður Channel 4, sagðist hafa heimildir fyrir því að hinn grunaði væri fyrrnefndur Izzadeen, en það reyndist ekki á rökum reist.

Izzadeen þessi situr nefnilega í fangelsi. Hann er talsmaður Al Ghurabaa, samtaka sem eru bönnuð í Bretlandi fyrir að hvetja til hryðjuverka og fagna slíkum árásum.

Fyrir nokkrum árum hlaut hann fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm og í janúar í fyrra var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að yfirgefa Bretland, án þess að hafa til þess leyfi.

Simon sagði á Twitter-síðu sinni að hann hefði treyst heimildarmanni sínum en gert mistök með nafnbirtingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk