fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Móðir Sindra óskar eftir þinni aðstoð: „Ég efast um að sá hinn sami viti hvað gerðist“

Drífa Alfreðsdóttir birti sláandi mynd af bíl Sindra í þeirri von að vitni gefi sig fram

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 23. mars 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er mjög veikur. Það er ekkert öðruvísi. Hann er heppinn að vera á lífi.“ Þetta segir Drífa Alfreðsdóttir sem er móðir piltsins sem lenti í alvarlegum árekstri á Reykjanesbrautinni, skammt austan við Kaplakrika, síðastliðinn mánudagsmorgun.

Bílinn er gjörónýtur

Í gærkvöldi birti Drífa mynd af bílnum sem sonur hennar var í þegar slysið varð. Líkt og sjá má á myndinni hér til hliðar þá er hann gjörónýtur.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn á mánudag var óskað eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut skammt austan við Kaplakrika, móts við Setbergið.

Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 10.20 síðastliðinn mánudag, 20. mars. Þar rákust saman Toyota Yaris, vínrauð að lit, sem ekið var vestur Reykjanesbraut og Peugeot Partner, hvít að lit, sem ekið var austur Reykjanesbraut. Yaris bifreiðin fór yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð og hafnaði hún utan vegar.

Ítrekar beiðni lögreglunnar

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið 0140@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Drífa vill með myndbirtingunni ítreka beiðni lögreglunnar að þeir sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu gefi sig fram við lögreglu.

Við myndina skrifar Drífa: „Við biðjum um aðstoð og deilingu. Finnum þann sem keyrði í veg fyrir Sindra. Ég efast um að sá hinn sami viti hvað gerðist“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“