fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Harmleikur í Arizona: Tveggja ára drengur varð níu ára bróður sínum að bana

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára drengur í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum, Landen Lavarnia, lést eftir hörmulegt slys á heimili sínu á mánudag.

Landen var að leik með tveggja ára bróður sínum þegar hinn síðarnefndi handlék skotvopn á heimilinu. Ekki vildi betur til en svo að skot hljóp úr byssunni og í höfuð drengsins sem var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í Phoenix.

Móðir bræðranna, Wendy Lavarnia, 28 ára, var handtekin og kærð vegna málsins. Hún sagði við lögreglu að hún hefði skilið hlaðið vopnið eftir á náttborði sínu í stutta stund. Á meðan hafi tveggja ára sonur hennar tekið byssuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þá sagðist hún áður hafa leyft börnum sínum að leika með skotvopnið þegar engar byssukúlur voru í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”