fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Birta nafn árásarmannsins

Auður Ösp
Fimmtudaginn 23. mars 2017 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að birta nafn mannsins sem varð þremur að bana við breska þinghúsið í London í gær áður en hann stakk lögregluþjón til bana. Hann hét Khalid Masood og var 52 ára Breti. Þetta kemur fram á vef BBC og Sky News. Masood hafði verið undir eftirliti bresku leyniþjón­ustunnar MI5 fyr­ir nokkr­um árum vegna öfgafullra skoðana og var jafnframt á saka­skrá,meðal annars fyr­ir lík­ams­árás­ir og vopna­b­urð.

Líkt og fram kom í frétt DV hafa hryðjuverkasamtökin ISIS lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í London í gær. Frá þessu greinir AP-fréttastofan sem vísar í fréttaveitu samtakanna, Aaamaq, þess efnis að árásarmaðurinn hafi verið liðsmaður samtakanna.

Masood varð þremur að bana og særði 29 þegar hann ók bílaleigubíl á hóp fólks á Westminster-brúnni áður en hann stakk lögregluþjón til bana. Sjö einstaklingar eru enn alvarlega særðir.

Masood var fæddur í Kent í Bretlandi en hann var fyrst ákærður árið 1983, fyrir skemmdarverk. Þrátt fyrir að hafa áður verið undir eftirliti þá var hann ekki á radar bresku leyniþjónustunnar. Lögreglunni bárust því engar vísbendingar áður en Masood lét til skarar skríða í gær. Fram kemur í yf­ir­lýs­ingu að „eng­ar upp­lýs­ing­ar hafi verið uppi um áætl­un hans um hryðju­verka­árás“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala