fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Úkraínumenn banna rússnesku söngkonunni að taka þátt í Eurovision

Þáttaka Rússa í Eurovision í ár er í uppnámi

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 22. mars 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraína hefur bannað rússneska Eurovision keppandanum, Julia Samoilova, að koma inn í landið næstu þrjú ár þar sem hún heimsótti Krímskaga ólöglega árið 2015.

Julia hefur gengist við brotinu en í heimsókninni á Krímskaga hélt hún tónleika. Eurovison keppnin fer fram í Kænugarði í Úkraínu þann 27. maí næstkomandi. Því mun hin rússneska Júlía, að öllu óbreyttu, ekki stíga á svið líkt og áætlað var.

Rússneska utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina kaldranalega og ómanneskjulega. Þá hefur rússneskur stjórnmálamaður, Frants Klintsevich, sagt að ef Úkraínumenn snúi ákvörðuninni ekki við þá eigi Rússar að sniðganga keppnina næstu ár.

Svo virðist sem deilurnar eigi, á næstu dögum, eftir að nálgast suðupunktinn. Úkraínumenn ætla ekki að gefa eftir og Rússar eru brjálaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt