fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Synir Birnu komu heim með notaða sprautunál: „Það þarf að vekja þessa umræðu til að vernda börnin“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 22. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef sagt börnunum mínum að passa sig á bílunum úti og að fara ekki upp í bíl til ókunnugra, en ég var ekki búin að vara þá við sprautunálum. Það þarf að vekja þessa umræðu til að vernda börnin,“ segir Birna Mjöll, móðir tveggja drengja sem komust í snertingu við notaða sprautunál í Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ í gær. Hún segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um að sprauturnar geti leynst víða – og brýni jafnframt fyrir börnum sínum að láta þær ósnertar.

Í samtali við blaðamann segir Birna að drengirnir, 3 og 4 ára,hafi fundið sprautuna í vegarkanti á gangstétt.

„Sá yngri var með brotna hlutann af sprautunni upp í munninum þegar hann kom heim. Hann hafði ekki hugmynd hvað hann var að meðhöndla. Við brunuðum með þá niður á Barnaspítalann og þá fannst stungusár og bólga á hægri vísifingri hjá þeim yngri. Það er ekki hægt að fullyrða að það sé eftir sprautuna, en sá eldri segir að sá yngri hafi tekið tappann af og sett aftur á.“

Drengirnir gengust í kjölfarið undir blóðprufu og fengu þeir jafnframt bólusetningu við lifrabólgu B. Að sögn Birnu var blóð á enda sprautunnar en þegar sprautan var tekin í sundur var þykkt rauðbrúnt efni þar á milli. Hún tekur þó fram að sprautan hafi líklegast verið úti í dágóðan tíma og því séu minni líkur á smiti. Þá sé umrædd gerð af sprautu
algeng á meðal steranotenda sem noti hana til sprauta efninu í vöðva. Því sé ekki hægt að fullyrða að þessi tiltekna sprauta hafi tilheyrt fíkniefnaneytanda.

Hér má sjá nálina sem synir Birnu komust í snertingu við.
Hér má sjá nálina sem synir Birnu komust í snertingu við.

Birna kveðst engu að síður vera í talsverðu áfalli eftir atvikið, og þá sé biðin eftir niðurstöðum taugastrekkjandi.

„Við vorum að koma frá spítalanum aftur núna og við fáum í fyrsta lagi að vita eitthvað á föstudaginn. Annars eigum við tíma aftur í næstu viku með fyrstu niðurstöðum. Þeir munu svo þurfa fleiri blóðrufur og eftirfylgni. Það er hrikalega erfitt að þurfa að bíða svona lengi. Læknirinn á spítalanum sagði að þetta væri miklu algengara en við höldum, sérstaklega að sprauturnar finnist nálægt miðbænum.“

Hún kveðst vonast til að frásögnin muni vekja fólk til umhugsunar. „Það væri gott að miðla því áfram til sprautufíkla að henda sprautunum alltaf í ruslið, ekki þar sem börn ná til.

Birna biður fólk jafnframt að hafa í huga að sprautufíklar eru fyrst og fremst veikir einstaklingar sem þurfi á hjálp að halda. „Og eins að foreldrar fræði börnin sín. Því þetta getur leynst hvar sem er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala