fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Byssumaðurinn í Kópavogi: Var nýbúinn að fá vopnið úr viðgerð – vildi kanna hvort það væri í lagi

Maðurinn var sviptur skotvopnaleyfi sínu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 17:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gærkvöldi var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út eftir að tilkynning barst um skothvell í Kópavogi. Tilkynnandi sagði í kjölfarið að hann hefði mætt manni sem hafi haft skotvopn meðferðis. Maðurinn er nú fundinn, að sögn lögreglu.

„Í ljósi aðstæðna var óskað eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt því að lögreglumenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem sinntu útkallinu, vopnuðust. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir töluverða leit. Rannsókn málsins hélt áfram í dag og var einn maður handtekinn, grunaður um að hafa skotið af skotvopni innan bæjarmarka. Maðurinn hefur játað að hafa verið að verki, umrætt kvöld, en bar því við að hann hafi verið búinn að fá vopnið úr viðgerð og ekki getað setið á sér að kanna hvort að viðgerðin hafi tekist. Lagt var hald á önnur skotvopn í eigu mannsins og hann sviptur skotvopnaleyfi. Málið telst að fullu upplýst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu