fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Faðir skaut 17 ára son sinn til bana

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur faðir hefur nú verið tekinn höndum, sakaður um að hafa ráðið syni sínum bana í Kansas í gær.

Glen Farrow, 41 árs fjölskyldumaður í Kansas Bandaríkjunum, á yfir höfði sér dóm fyrir meint morð á syni sínum, Michael Forrow. Morðið átti sér stað í kjölfar heiftarlegs rifrildis milli feðganna síðastliðinn mánudag.

„Vinur fórnarlambsins var viðstaddur morðið og beindi löggæslumönnum að húsi stráksins, hann gaf einnig upp að hann grunaði föðurinn um græsku í málinu“, segir Todd Ojile hjá lögregludeilinni í borginn Wichita, Kansas. Þetta kemur fram á fréttaveitunni ABC.

Rifrildi úti í garði endar með skothríð

Rifrildi á að hafa komið upp á milli feðganna í bakgarði heimilis þeirra og þegar hiti færðist í leikinn var skotum hleypt af, sem leiddu til dauða hins 17 ára gamla sonar, Michaels Farrow. „Á meðan á ágreiningnum stóð blandaðist skammbyssa í leikinn og sonurinn flúði bókstaflega eins og fætur toguðu fyrir horn hússins“, gefur Todd Ojile upp. Hann bætir við að skotin hafi verið þó nokkur og meðan drengurinn flúði hafi einhver þeirra hæft drenginn og dregið hann til dauða. Sennilegt þykir að drengurinn hafi orðið fyrir skoti á baki auk annarra staða.

Ekki enn liggur fyrir hvað það var sem feðgarnir deildu um, en haft er eftir stjúpmóður Michaels að, Amöndu Stroll, að rifrildið hafi snúist um skólagöngu stráksins. Amanda viðurkenndi að maður sinn hefði verið árásargjarn í sambandi þeirra og að lögreglan hefði áður þurft að hafa afskipti af heimilislífinu.

Gift í 12 ár

„Ég vissi vel að Glen væri árásargjarn“, sagði hún í viðtali eftir atburðinn. Hún bætti síðan við að skapvonska eiginmanns síns hefði yfirleitt bitnað á ókunnugu fólki en ekki ástvinum. Amanda er alveg niðurbrotin vegna málsins, hún hafði verið gift Glen í fjölda ára og áttu þau mörg börn saman. Michael var sonur úr fyrra hjónabandi en Amanda gengið honum í móðurstað og alið hann upp frá fimm ára aldri. Stroll segir: „Ég á ennþá erfitt með að átta mig á því að maðurinn sem ég elskaði hafi myrt eitt af börnunum okkar, staðan gæti á engan hátt verið verri“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“