fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Faðir flugmannsins sem varð 150 manns að bana: Sonur minn er saklaus, brotlenti vélinni ekki viljandi

Ætlar að halda blaðamannafund á föstudag, nákvæmlega tveimur árum eftir hinn hrikalega atburð

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Günter Lubitz, faðir Þjóðverjans Andreas Lubitz sem brotlenti flugvél Germanwings árið 2015 með þeim afleiðingum að 150 manns fórust, segir að sonur hans hafi ekki brotlent vélinni viljandi eins og hingað til hefur verið haldið fram.

Günter hyggst kynna niðurstöður rannsóknar á blaðamannafundi á föstudag en mikil óánægja ríkir meðal aðstandenda þeirra sem létust vegna þessa.

Var andlega veikur

Það var þann 24. mars 2015 að vél Germanwings, sem var á leið frá Barcelona til Dusseldorf, brotlenti í fjallshlíðum um 100 kílómetra norðvestur af frönsku borginni Nice.

Mynd: Reuters

Talið er fullvíst að aðstoðarflugstjóri vélarinnar, áðurnefndur Andreas Lubitz, hafi brotlent vélinni viljandi eftir að hafa læst flugstjórnarklefanum með flugstjórinn brá sér frá. Andreas hafði glímt við þunglyndi og gengist undir meðferð vegna sjálfsvígshugleiðinga.

Mörgum spurningum ósvarað

Günter segir hins vegar að niðurstöður rannsóknar sem hann lét framkvæma bendi til annars. Ekki hefur verið greint nánar frá þessum niðurstöðum en Günter hyggst gera það á blaðamannafundi á föstudag, sem fyrr segir, nákvæmlega tveimur árum eftir hinn sorglega atburð.

„Hingað til hafa allir haldið því fram að aðstoðarflugstjóri vélarinnar hafi brotlent henni viljandi. Við erum sannfærð um að þetta er rangt,“ segir Günter sem mun kynna niðurstöðurnar ásamt blaðamanninum Tim van beveren. Hann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað um slysið og vissir þættir hafi ekki verið rannsakaðir til fullnustu.

Skýrsla sérstakrar rannsóknarnefndar vegna slyssins, sem var gefin út í janúar, síðastliðnum leiddi í ljós að Andreas hefði einn borið ábyrgð á því hvernig fór.

Lögmaður þeirra sem létust í slysinu segir að tímasetningin á blaðamannafundinum sé slæm og til þess fallin að auka á sorg þeirra. „Að mínu mati er það óábyrgt að halda blaðamannafund, nákvæmlega tveimur árum, upp á sekúndu, eftir slysið,“ segir Elmar Giemulla. Hann bætir við að faðir Andreas sé að reyna að fría son sinn ábyrgð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala