fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Bubbi: „Mun leggja lífríki heilu fjarðanna í rúst“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. mars 2017 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Geldur lax er það sem ég tel að væri lausnin á þessum óleik sem norskir aurgoðar og talsmenn þeirra vilja gera íslenskri náttúru með því að ætla að ala hér ógeldan norskan
lax í fjörðum Íslands. Um það verður aldrei sátt.“

Þetta skrifar tónlistar- og veiðimaðurinn Bubbi Morthens í Fréttablaðið í dag. Áform eru uppi um að stórauka laxeldi við Íslandsstrendur. Áætlað er að fá leyfi fyrir um 60 þúsund tonna framleiðslu á ári á Vestfjörðum. Höskuldur Steinarsson sagði við RÚV á dögunum að burðarþolsmat á fjörðum fyrir sjókvíaeldi, sem Hafrannsóknarstofnun vinnur að, gæti endað í 100 þúsund tonnum. Framleiðsla á laxi síðasta árs var sum sex prósent af því magni.

Bubbi segir a ekki sé hægt að deila um að laxeldi sé mengunarfrekur iðnaður, það gefi af sér miklar tekjur fyrir fyrirtæki og skemmi lífríkið á botni þeirra fjarða sem það er sett niður. „Um það er heldur ekki hæg að deila.“

Hann segir að eldið útrými hægt og rólega villtum laxastofnum í þeim löndum þar sem það er stundað. Það sé líka óumdeilanlegt. „Fórnarkostnaðurinn við laxeldið hér á landi er óafturkræfar skemmdir á náttúrulegum stofni íslenska laxins ef ógeldur lax er notaður við eldið, eins og áform eru um, og gríðarleg mengun af áður óþekktri stærðargráðu í sjó hér við land.“

Hann segist hafa áhyggjur af því að „norskir laxeldisaurgoðar“ hafi keypt upp firði landsins fyrir smánaraur og að þeir hafi ráðið fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis sem talsmann sinn. Þar á Bubbi við Einar K. Guðfinnsson sem í nóvember var kjörinn í stjórn Landssambands fiskeldisstöðva og er jafnframt formaður þess. „Það sýnir auðvitað hvers konar vald er við að eiga.“

Bubbi segir að villtavesturs-stemning ráði ríkjum og spyr hvort fólk geri sér grein fyrir menguninni sem þessu fylgir. „Við erum að tala um úrgang sem mun leggja lífríki heilu fjarðanna í rúst. Nánast leggja þá í eyði.“

Hann bendir á að Svíar séu að banna laxeldi í opnum kvíum og segir að hér á Íslandi þurfi að nást sátt um mállið. Hægt sé að sætta sig við margt ef geldur lax verði notaður. „Geldur lax mengar ekki íslenskar ár nema að því leyti að hann mun finnast í þeim, hann mun ekki blandast þeim stofni sem þar er fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala