Fréttir

Veist þú um hús eða lóðir sem verðskulda viðurkenningu?

Íbúar og hverfisráð fá tækifæri til að koma með hugmyndir að húsum og lóðum

Kristín Clausen
Mánudaginn 20. mars 2017 17:27

Á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst, eða sem næst þeim degi á ári hverju, eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og snyrtilegar þjónustu-, stofnana- og fjölbýlishúsalóðir. Í ár verður í fyrsta sinn leitað eftir hugmyndum frá íbúum og hverfisráðum við val á húsum og lóðum sem þykja verðskulda að fá Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2017.

Hátíðleg athöfn í Höfða

Veittar eru viðurkenningar fyrir endurbætur á 1 – 3 eldri húsum frá ýmsum tímum og fyrir 4 – 5 lóðir þjónustu-, stofnana- og fjölbýlishúsa. Auk þess hafa á undanförnum árum verið veittar viðurkenningar fyrir vel útfærð svæði fyrir utan verslanir við „sumargötur“, þ.e. götur, sem eru göngugötur á sumrin.

Viðurkenningarnar eru svo afhentar við hátíðlega athöfn í Höfða í tengslum við afmæli Reykjavíkurborgar sem er 18. ágúst á ári hverju. Ekki er um að ræða verðlaun í formi fjármagns, heldur er eingöngu verið að veita viðurkenningu og hrósa viðkomandi eigendum/ lóðarhafa fyrir þeirra framlag til að bæta útlit og borgarmynd viðkomandi lóða og bygginga.

Í ár verður sú breyting gerð á að nú fá íbúar og hverfisráð tækifæri til að koma með hugmyndir að húsum og lóðum sem þykja verðskulda að fá Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar.

Óskað er eftir hugmyndum fyrir 15.apríl 2017 og skal senda hugmyndir á skipulag@reykjavik.is eða á tölvupósti til neðangreindra verkefnisstjóra, merkt fegrunarviðurkenningar 2017.

Vinnuhópur sem skipaður er fulltrúum frá umhverfis- og skipulagssviði og Borgarsögusafni velja svo úr innsendum tillögum þau hús og lóðir sem fá viðurkenningu.

Vinnuhópinn fyrir árið 2017 skipa eftirtaldir aðilar:

Fyrir endurbætur á eldri húsum:
Margrét Þormar, arkitekt (margret.thormar@reykjavik.is)
María Gísladóttir, arkitekt (Maria.Gisladottir1@reykjavik.is)

Fyrir fallegar og vel skipulagðar lóðir:
Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt (bjorn.ingi.edvardsson@reykjavik.is)
Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður (edda.Ivarsdottir@reykjavik.is)

Hægt að skoða eldri viðurkenningar og fyrirkomulag á heimasíðu: www.reykjavik.is/fegrunarvidurkenningar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Alþingiskonan og útvarpsmaðurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Alþingiskonan og útvarpsmaðurinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekktur videobloggari segir Bandaríkjamenn geta lært helling af byssueign Íslendinga

Þekktur videobloggari segir Bandaríkjamenn geta lært helling af byssueign Íslendinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán í vandræðum á bílaplani: „Erfitt fyrir sálartetrið að vera skammaður eins og hundur af ókunnugum manni“

Stefán í vandræðum á bílaplani: „Erfitt fyrir sálartetrið að vera skammaður eins og hundur af ókunnugum manni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Prestur setur spurningamerki við milljónirnar sem fara í prestsþjónustu á Landspítalanum: „Ha í alvörunni??????“

Prestur setur spurningamerki við milljónirnar sem fara í prestsþjónustu á Landspítalanum: „Ha í alvörunni??????“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Jón Valur Jensson: „Fjallkonan hefur ávallt verið og á að vera kona“

Jón Valur Jensson: „Fjallkonan hefur ávallt verið og á að vera kona“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hallgrímskirkja tekur þátt í HM gleðinni og spilar „Ég er kominn heim“ fyrir leikinn á laugardaginn

Hallgrímskirkja tekur þátt í HM gleðinni og spilar „Ég er kominn heim“ fyrir leikinn á laugardaginn